Fara beint í efnið

Styrkir, bætur og kjör

Ellilífeyrisþegar og eldri borgarar eiga rétt á ýmsum greiðslum frá Sjúkratryggingum Íslands og Tryggingastofnun (TR) til að bæta afkomu sína og hag. Bætur frá Sjúkratryggingum og TR þarf að sækja um.

Réttindagátt, „mínar síður“ hjá Sjúkratryggingum Íslands
Mínar síður, Tryggingastofnun ríkisins

Styrkir og bætur

Maka- og umönnunarbætur eru greiddar maka eða þeim sem heldur heimili með ellilífeyrisþega og verður fyrir tekjutapi vegna umönnunar hans.

Ellilífeyrisþegi getur sótt um uppbót til kaupa og reksturs á bíl ef honum er nauðsyn vegna hreyfihömlunar. Þeir sem fá uppbót vegna reksturs bifreiðar fá sjálfkrafa fellt niður bifreiðagjald.

Dagpeningar eru greiddir þegar lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun falla niður vegna dvalar á sjúkrastofnun eða vistheimili.

Við andlát getur eftirlifandi maki sem er yngri en 67 ára átt rétt á dánarbótum frá TR.

Ellilífeyrir á vef TR

Niðurgreidd heilbrigðisþjónusta

Þeir sem greitt hafa árlega hámarksupphæð fyrir læknis- og heilbrigðisþjónustu eiga rétt á afsláttarkorti sem veitir afslátt af læknisþjónustu. Afsláttarkort er afgreitt gegn framvísun kvittana.

Greiðsluþátttaka vegna læknisþjónustu, þjálfunar o.fl. á vef Sjúkratrygginga Íslands

Ellilífeyrisþegar fá 50–100% kostnaðar við tannlækningar endurgreiddan.
Um endurgreiðslur tannlækningakostnaðar

Hægt er að sækja um endurgreiðslu ferðakostnaðar ef meðferð sjúkdóms krefst langra eða ítrekaðra ferða til læknis eða á sjúkrastofnun. Sjúkratryggingar taka líka í vissum tilvikum þátt í kostnaði fylgdarmanns.
Ferðakostnaður á vef Sjúkratrygginga

Ellilífeyrisþegar geta átt rétt á styrk til kaupa á gleraugum og heyrnartækjum uppfylli þeir almenn skilyrði þar um. Þá niðurgreiða Sjúkratryggingar kaup á hjálpartækjum en sækja verður um þau sérstaklega áður en fest eru kaup á þeim.
Um hjálpartæki og hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Vörur og þjónusta

Ellilífeyrisþegum og öðrum eldri borgurum er víða veittur afsláttur af vörum og þjónustu.

Síma- og fjölmiðlafyrirtæki veita mörg hver afslátt af áskrift.

Félagsmenn í félögum eldri borgara eiga kost á sérkjörum gegn framvísun félagsskírteina.

Innan stéttarfélaga eiga félagsmenn á eftirlaunum ýmis réttindi svo sem til styrkja úr símenntunar- og orlofssjóðum.

Sum sveitarfélög veita ellilífeyrisþegum afslátt af fasteignagjöldum.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun