Fara beint í efnið

Atvinnurekstur og sjálfstætt starfandi

Stuðningslán, viðspyrna vegna COVID-19

Hvernig sæki ég um?

Lokað hefur verið fyrir umsóknir um stuðningslán.

Sótt er um stuðningslán hér á Ísland.is og hægt er að skrifa undir það með rafrænum skilríkjum.

Umsóknarfrestur

Hægt verður að sækja um til 31. maí 2021.

Fylgigögn

Fylgigögn eru sótt sjálfvirk. Sé ársreikningur fyrir 2019 ekki tilbúinn skal umsækjandi skila innslegnum gögnum.

Tryggingar

Ekki verður krafist trygginga fyrir stuðningsláni. Hins vegar skal umsækjandi staðfesta við umsókn að hann uppfylli þau skilyrði sem tilgreind eru, eftir atvikum eins og þau verða útfærð í reglugerð ráðherra, að upplýsingar sem hann skilar og liggja til grundvallar ákvörðun lánsfjárhæðar séu réttar og að honum sé kunnugt um að það geti varðað álagi, sektum eða fangelsi að veita rangar eða ófullnægjandi upplýsingar.

Kostnaður

Lánastofnun er heimilt að innheimta þóknun, sem skal dregin frá útborgun láns, til að standa undir kostnaði við umsýslu lána. Þóknunin skal að hámarki nema 2% af höfuðstól láns.

Útborgun láns

Lánið verður afgreitt hjá lánastofnun sem fyrirtæki tilgreinir í umsókn, aðal viðskiptabanka umsækjenda. Lánið er greitt inn á þann reikning sem umsækjandi velur hjá þeirri lánastofnun sem sótt er um til.

Ef fyrirtæki skráir öll viðeigandi gögn í umsóknarferlinu á Ísland.is og uppfyllir skilyrði fyrir veitingu láns, fær lánastofnun umsóknina rafrænt til afgreiðslu og ætti hún að geta veitt lánið innan nokkurra daga eftir að umsókn berst.

Umsókn með röngum gögnum

Rekstraraðili skal staðfesta við umsókn að upplýsingar sem hann skilar og liggja til grundvallar ákvörðun fjárhæðar séu réttar og að honum sé kunnugt um að það geti varðað álagi, sektum eða fangelsi að veita rangar eða ófullnægjandi upplýsingar.