Fara beint í efnið

Atvinnurekstur og sjálfstætt starfandi

Stuðningslán, viðspyrna vegna COVID-19

Fjárhæð

Stuðningslán skal að hámarki nema 10 milljónir króna með 100% ríkisábyrgð og 30 milljónir króna með 85% ríkisábyrgð. Stuðningslán að 10 mkr. er óverðtryggt og ber sömu vexti og vextir af sjö daga bundnum innlánum lánastofnana hjá Seðlabanka Íslands hverju sinni. Þeir eru nú 1%. Athugið að þetta á við um grunn stuðningslánin, vextir auka stuðningslána eru ekki fastir.

Lánið skal þó ekki vera hærra en sem nemur 10% af tekjum fyrirtækis árið 2019. Hafi fyrirtæki hafið starfsemi eftir 1. janúar 2019 skal umreikna tekjur frá þeim tíma sem starfsemi hófst til loka febrúar 2020 á ársgrundvöll.

Hámarksupphæð og vaxtakjör

  • 40 milljónir króna að hámarki á hvert fyrirtæki

  • 1% breytilegir vextir, m.v. meginvexti Seðlabankans, fyrir lán að 10 milljónum

Sjá nánar á vef Viðspyrnu