Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Málaflokkur
Evrópska efnahagssvæðið, Fjármálastarfsemi
Undirritunardagur
17. júlí 2019
Útgáfudagur
19. júlí 2019
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 690/2019
17. júlí 2019
REGLUGERÐ
um heimild Fjármálaeftirlitsins til að taka gildar lýsingar frá öðrum EES-ríkjum samkvæmt reglugerð ESB 2017/1129 um lýsingu sem birta skal við almenn útboð verðbréfa eða vegna töku verðbréfa til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði.
1. gr.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að taka gildar lýsingar, auk viðauka við þær, sem staðfestar hafa verið af lögbærum yfirvöldum á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt ákvæðum reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1129 frá 14. júní 2017 um lýsingu sem birta skal við almenn útboð verðbréfa eða vegna töku verðbréfa til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði og um niðurfellingu á tilskipun 2003/71/EB.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. mgr. 54. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, og öðlast gildi 21. júlí 2019.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 17. júlí 2019.
F. h. r. Guðmundur Kári Kárason.
Sóley Ragnarsdóttir.
B deild - Útgáfud.: 19. júlí 2019