Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Háskóli Íslands
Málaflokkur
Menntamál, Háskólar
Undirritunardagur
9. mars 2020
Útgáfudagur
24. mars 2020
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 247/2020
9. mars 2020
REGLUR
um breytingu á reglum nr. 1042/2003 um inntöku nýnema í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði í læknadeild Háskóla Íslands.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglnanna:
- 2., 3. og 4. málsliður 2. mgr. orðast svo: Gildi þessara prófhluta er 30% af heild. Þessir prófhlutar verða á formi krossaprófs en stuttar ritgerðir geta einnig verið í spurningum um siðfræðileg álitamál. Þessir prófhlutar byggja ekki á ákveðnu námsefni.
- 1. málsliður 3. mgr. orðast svo: Í hinum prófhlutunum, sem gilda 70% af heildinni, verða lagðar fyrir krossaspurningar.
2. gr.
Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, að fenginni tillögu heilbrigðisvísindasviðs, eru settar samkvæmt heimild í 3. mgr. 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla, sbr. 9. mgr. 102. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Reglurnar öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 9. mars 2020.
Jón Atli Benediktsson.
Þórður Kristinsson.
B deild - Útgáfud.: 24. mars 2020