Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Málaflokkur
Skattar - gjöld - tollar
Undirritunardagur
21. mars 2016
Útgáfudagur
22. mars 2016
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 251/2016
21. mars 2016
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 192/1993, um innskatt, með síðari breytingum.
1. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
Skattaðili sem fer fram á leiðréttingu innskatts til hækkunar samkvæmt ákvæðum 1. og 2. mgr. 13. gr., sbr. 14. gr., og ákvæði til bráðabirgða II í reglugerð þessari, sbr. reglugerð nr. 1237/2015, skal gera grein fyrir sundurliðun leiðréttingarfjárhæðar á sérstakri skýrslu á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Skýrslu þessari skal skila til ríkisskattstjóra eigi síðar en á gjalddaga þess uppgjörstímabils þegar leiðrétting á sér stað.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. mgr. 16. gr., sbr. 49. gr., laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 21. mars 2016.
F. h. r.
Maríanna Jónasdóttir.
Hlynur Ingason.
B deild - Útgáfud.: 22. mars 2016