Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Umhverfisráðuneytið (2001-2012)
Málaflokkur
Sorphreinsun, Þingeyjarsýslur, Eyjafjarðarsýsla, Dalvíkurbyggð, Norðurþing
Undirritunardagur
26. apríl 2011
Útgáfudagur
12. maí 2011
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 483/2011
26. apríl 2011
SAMÞYKKT
um breytingu á samþykkt nr. 541/2000 um sorphirðu sveitarfélaga á Norðurlandi eystra.
1. gr.
Heiti samþykktarinnar verður: Samþykkt um sorphirðu eftirtalinna sveitarfélaga á Norðurlandi eystra: Dalvíkurbyggðar, Hörgárbyggðar, Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðsstrandarhrepps, Grýtubakkahrepps, Þingeyjarsveitar, Skútustaðahrepps, Norðurþings, Tjörneshrepps og Svalbarðshrepps.
2. gr.
Samþykkt þessi staðfestist hér með samkvæmt 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og 5. mgr. 4. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs til að öðlast þegar gildi.
Umhverfisráðuneytinu, 26. apríl 2011.
F. h. r.
Sigurbjörg Sæmundsdóttir.
Íris Bjargmundsdóttir.
B deild - Útgáfud.: 12. maí 2011