Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Upplýsingar um auglýsingu

Deild

B deild

Stofnun

Heilbrigðisráðuneytið

Málaflokkur

Heilbrigðismál, Aldraðir

Undirritunardagur

25. febrúar 2022

Útgáfudagur

28. febrúar 2022

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.

Nr. 239/2022

25. febrúar 2022

REGLUGERÐ

um (1.) breytingu á reglugerð nr. 427/2013, um greiðslur öldrunarstofnana fyrir heilbrigðisþjónustu.

1. gr.

e-liður 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Hjálpartæki, þó ekki gleraugu, heyrnartæki eða tiltekin hjálpartæki sem Sjúkratryggingum Íslands ber að greiða styrki vegna, sbr. reglugerð nr. 760/2021, um styrki vegna hjálpartækja með síðari breytingum.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 29. gr. laga um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. mars 2022.

Heilbrigðisráðuneytinu, 25. febrúar 2022.

Willum Þór Þórsson
heilbrigðisráðherra.

Guðlaug Einarsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 28. febrúar 2022

Tengd mál