Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Akureyrarbær
Málaflokkur
Skipulagsmál, Akureyri
Undirritunardagur
31. október 2025
Útgáfudagur
14. nóvember 2025
Leiðréttingar
4. desember 2025
Breyting á deiliskipulagi fyrir Móahverfi. Í stað „… ásamt því að byggingarmagn eykst um 1.400 m² …“ í 2. mgr. komi: … ásamt því að byggingarmagn eykst um 1.200 m² …
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1176/2025
31. október 2025
AUGLÝSING
um skipulagsmál í Akureyrarbæ.
Breyting á deiliskipulagi fyrir Móahverfi.
Skipulagsráð Akureyrarbæjar samþykkti 29. október 2025 breytingu á deiliskipulagi fyrir Móahverfi.
Breytingin tekur til Lækjarmóa 1-7 og felur meðal annars í sér að byggingarreitur er stækkaður til norðurs, leyfilegt er að tengja byggingar saman frá 2. hæð ásamt því að byggingarmagn eykst um 1.200 m² og byggingarmagn bílakjallara samtals um 400 m².
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu, sbr. 44. gr., og öðlast hún þegar gildi.
Breyting á deiliskipulagi fyrir Krossaneshaga, A áfanga.
Bæjarráð Akureyrarbæjar samþykkti 9. júlí 2025 breytingu á deiliskipulagi fyrir Baldursnes 11.
Breytingin tekur til Baldursness 11 og felur meðal annars í sér stækkun byggingarreits til vesturs, hækkun nýtingarhlutfalls úr 0,3 í 0,55, hækkun á hámarksvegghæð upp í 20 m, heimild til að byggja 5 hæðir að hluta og að innkeyrslu verði bætt við frá Baldursnesi.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.
Akureyri, 31. október 2025.
F.h. Akureyrarbæjar,
Rebekka Rut Þórhallsdóttir, fulltrúi skipulags- og byggingarmála.
B deild — Útgáfudagur: 14. nóvember 2025