
Þjónustuaðili
Landspítali
Upplýsingar um starf
Starf
Sérfræðilæknir í brjóstholsskurðlækningum
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
50-100%
Starf skráð
04.11.2025
Umsóknarfrestur
01.12.2025
Sérfræðilæknir í brjóstholsskurðlækningum
Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis brjóstholsskurðlækningum. Starfshlutfall er samkomulagsatriði, 50-100% og veitist starfið frá 1. janúar 2026 eða eftir nánara samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Sérfræðistörf í samráði við yfirlækni sérgreinarinnar, s.s. greining, meðferð og eftirfylgd sjúklinga með vandamál er tengjast brjóstholsskurðlækningum, þ.m.t. vinna á skurðstofu, legudeild, gjörgæslu, göngudeild og samráðskvaðningar við sérgreinar Landspítala og einnig samráðskvaðningar annarsstaðar að af landinu
Þátttaka í gæsluvöktum samkvæmt vaktafyrirkomulagi sérgreinarinnar
Stefnumótun, þróun og gæðastarf í samráði við yfirlækni sérgreinarinnar
Þátttaka í kennslu og vísindavinnu í samráði við yfirlækni hjarta- og lungnaskurðlækninga
Hæfniskröfur
Íslenskt sérfræðileyfi brjóstholsskurðlækningum
Umfangsmikil reynsla í lungnaskurðlækningum er kostur
Staðgóð þekking í fræðigreininni, reynsla og hæfni til að framkvæma algengustu brjóstholsskurðaðgerðir án handleiðslu
Frekari sérhæfing brjóstholsskurðlækningum er æskileg en ekki skilyrði
Sérfræðiviðurkenning í fleiri tengdum sérgreinum er æskileg en ekki skilyrði
Reynsla í kennslu og vísindavinnu er æskileg en ekki skilyrði
Vilji til frekari sérhæfingar í samráði við yfirlækni hjarta- og lungnaskurðlækninga
Góð samskiptahæfni við sjúklinga, aðstandendur og samstarfsfólk og hæfileiki til að vinna í teymi og í löngum vinnulotum
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Skurðlæknafélag Íslands hafa gert.
Fullt starf er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. grein 3.3 í gildandi kjarasamningi lækna og ríkisins.
Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um:
Fyrri störf, menntun og hæfni
Félagsstörf og umsagnaraðila
Nauðsynleg fylgiskjöl:
Vottað afrit af prófskírteinum og starfsleyfum
Ferilskrá þar sem tilgreind er reynsla af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum
Yfirlit yfir birtar ritrýndar vísindagreinar sem umsækjandi er höfundur að. Umsækjandi skal annaðhvort setja upp Google Scholar aðgang og senda vefslóð að síðunni eða senda staðfestingu á birtum greinum á PubMed
Kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið
Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Sérfræðilæknir
Staðsetning: Hringbraut, 101 Reykjavík
Starfshlutfall er 50-100%
Umsóknarfrestur er til og með 01.12.2025
Nánari upplýsingar veitir

Þjónustuaðili
Landspítali
Upplýsingar um starf
Starf
Sérfræðilæknir í brjóstholsskurðlækningum
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
50-100%
Starf skráð
04.11.2025
Umsóknarfrestur
01.12.2025