Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þjónustuaðili

Þjóðleik­húsið

Upplýsingar um starf

Starf

Sýningarstjóri við Þjóðleikhúsið

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

05.11.2025

Umsóknarfrestur

17.11.2025

Sýningarstjóri við Þjóðleikhúsið

Þjóðleikhúsið er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður þar sem starfsfólk leggur metnað sinn í að skapa jarðveg fyrir nýsköpun og framþróun í sviðslistum og bjóða upp á framúrskarandi leiksýningar.

Þjóðleikhúsið leitar að reynslumiklum og drífandi leiðtoga með brennandi áhuga á starfsemi leikhúsa sem hefur metnað til að láta til sín taka, bæta starfsumhverfi sitt og axla ábyrgð. Starfið felur í sér sýningarstjórn leiksýninga á öllum sviðum leikhússins. Sýningarstjóri stýrir tæknilegri útfærslu og samsetningu leiksýninga í nánu samstarfi við leikstjóra, aðra listræna stjórnendur og tæknideildir leikhússins. Sýningarstjóri starfar með stjórnendum leikhússins að því að tryggja hámarks gæði leiksýninga leikhússins.

Þjóðleikhúsið er jafnlaunavottaður vinnustaður þar sem fjölbreyttur og samheldinn hópur starfar. Stofnunin er þátttakandi í verkefninu um styttingu vinnuvikunnar og boðið er upp á hlunnindi svo sem samgöngustyrk vegna vistvænna samgangna.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Sýningarstjórn á öllum sviðum leikhússins

  • Vinna með framleiðslustjóra að skipulagi og framleiðsluáætlun fyrir tilteknar sýningar

  • Vinna ítarlegar tíma- og æfingaáætlanir með framleiðslustjóra og leikstjóra

  • Stýra tæknilegri útfærslu og samsetningu leiksýninga

  • Fylgja eftir listrænum ákvörðunum á sviði og hjá öllum þátttakendum í verkefnum

  • Skrá framvindu og breytingar í æfingadagbók

  • Sýningarstýra leiksýningum á öllum sviðum hússins, bæði eigin framleiðslum og gestasýningum

  • Senda út æfingaskýrslur og sýningarskýrslur

  • Gera áhættumat fyrir verkefni ásamt framleiðslustjóra

  • Stýra æfingum frá fyrsta samlestri

  • Stuðla að góðu vinnulagi þar sem vinnutími allra aðila nýtist sem best og að aðstæður skapist til að vinna sýningar í takt við upplegg leikstjóra og leikhússins.

Hæfniskröfur

  • A.m.k 5 ára reynsla af sýningarstjórn í repertoire leikhúsi

  • Menntun í sýningarstjórn eða sambærilegu sem nýtist í starfi

  • Mikil þekking á starfssemi atvinnuleikhúsa

  • Reynsla af framleiðslu stórra leiksýninga er kostur

  • Reynsla af gerð áhættumats fyrir leikhús og viðburði

  • Reynsla af því að leiða teymi í skapandi umhverfi

  • Reynsla af vinnu með börnum

  • Reynsla og þekking á Qlab og góð almenn tölvukunnátta

  • Grundvallarskilningur á ljósaborðum og ljósabúnaði

  • Reynsla af öðrum störfum á leiksviði t.d. sem tæknimaður á sviði, leikmunavörður eða við búningaumsjón er kostur

  • Geta til að starfa undir mikilli pressu

  • Skipulagshæfni, sveigjanleiki, jákvæðni, röggsemi og útsjónarsemi

  • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum

  • Gott vald á íslensku og ensku

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag tæknifólks hafa gert.

  • Vinnutími er óreglulegur

  • Næsti yfirmaður er forstöðumaður skipulags, framleiðslu og ferla

  • Við ráðningu í störf í Þjóðleikhúsinu er tekið mið af jafnréttisáætlun leikhússins

  • Umsækjandi þarf að geta hafið störf 2. janúar 2026

  • Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:

  • Ferilskrá

  • Kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir því hvernig hann uppfyllir hæfnikröfur auglýsingar

  • Afrit af prófskírteinum

  • Upplýsingar um umsagnaraðila frá fyrri störfum

Leikhúsið áskilur sér rétt til að ráða engan uppfylli enginn umsækjandi kröfur.Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 17.11.2025

Nánari upplýsingar veitir

Tinna Lind Gunnarsdóttir

Tölvupóstur: tinna.l.gunnarsdottir@leikhusid.is

Sími: 5851212

Þjónustuaðili

Þjóðleik­húsið

Upplýsingar um starf

Starf

Sýningarstjóri við Þjóðleikhúsið

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

05.11.2025

Umsóknarfrestur

17.11.2025