Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þjónustuaðili

Sjúkra­húsið á Akureyri

Upplýsingar um starf

Starf

Heilbrigðisgagnafræðingur eða ritari lækna við Sjúkrahúsið á Akureyri

Staðsetning

Norðurland eystra

Starfshlutfall

-100%

Starf skráð

04.07.2025

Umsóknarfrestur

22.07.2025

Heilbrigðisgagnafræðingur eða ritari lækna við Sjúkrahúsið á Akureyri

Ertu nákvæmur, skipulagður og langar að prófa eitthvað nýtt?

Sjúkrahúsið á Akureyri leitar að heilbrigðigagnafræðingi eða ritara lækna í tímabundnastöðu, um er að ræða 100% stöðu. Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi. Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir.

Við tökum vel á móti nýju starfsfólki, bjóðum upp á góða aðlögun og samheldið og öflugt starfsumhverfi.

Komdu og vertu hluti af öflugu teymi á Sjúkrahúsinu á Akureyri!

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Meðhöndlun og skráning hvers konar læknisfræðilegra skýrslna og heilbrigðisgagna í samræmi við gildandi lög, reglur, kröfur og gæðaviðmið

  • Dagleg vinnsla sjúkraskrárupplýsinga í samræmi við gildandi lög, reglur, kröfur og gæðaviðmið

  • Gagnavinnsla, umsýsla og varðveisla sjúkraskráa og annarra skjala

  • Tímabókanir og milliganga sjúklinga og annars heilbrigðisstarfsfólks í sambandi við meðferð sjúklinga

  • Virk þátttaka í stefnumótun rafrænna sjúkraskráa

  • Kennsla og þjálfun annarra heilbrigðisstétta í notkun rafrænna sjúkraskrárkerfa

  • Önnur verkefni í samráði við yfirmann

Hæfniskröfur

  • Ef heilbrigðisgagnafræðingur, þá er gilt íslenskt starfsleyfi skilyrði

  • Einnig kemur til greina að ráða nema í heilbrigðisgagnafræði sem lokið hafa öllu nema starfsárinu, eða nema í heilbrigðisfræðum eða aðra með haldgóða menntun og/eða reynslu

  • Góð kunnátta í íslensku- og ensku

  • Góð tölvukunnátta

  • Frumkvæði, nákvæmni og fagleg vinnubrögð

  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Kjölur hafa gert.

Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Sjúkrahússins á Akureyri við ráðningar í störf á sjúkrahúsinu. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum. Öllum umsóknum verður svarað.

Sjúkrahúsið á Akureyri veitir alþjóðlega DNV-GL vottaða heilbrigðisþjónustu með ISO vottuðu gæðastjórnunarkerfi þar sem áhersla er á virka þátttöku allra starfsmanna til að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum staðli sem sjúkrahúsið er vottað eftir.

Samkvæmt mannauðsstefnu Sjúkrahússins á Akureyri er lögð áhersla á að ráða til starfa og halda í hæfileikaríka einstaklinga. Við val á starfsfólki er menntun, reynsla, færni og hæfni höfð að leiðarljósi. Mannauðsstefnan er leiðarljós stjórnenda og starfsfólks sem gerir sjúkrahúsið framsækinn og eftirsóknarverðan vinnustað, en hún byggir á grunngildum sjúkrahússins sem eru: ÖRYGGI, SAMVINNA og FRAMSÆKNI.

Starfshlutfall er -100%

Umsóknarfrestur er til og með 22.07.2025

Nánari upplýsingar veitir

Guðrún Jóhannesdóttir, gudrunj@sak.is

Sími: 463-0100

Kristjana Kristjánsdóttir, kristjanak@sak.is

Sími: 463-0100

Þjónustuaðili

Sjúkra­húsið á Akureyri

Upplýsingar um starf

Starf

Heilbrigðisgagnafræðingur eða ritari lækna við Sjúkrahúsið á Akureyri

Staðsetning

Norðurland eystra

Starfshlutfall

-100%

Starf skráð

04.07.2025

Umsóknarfrestur

22.07.2025