
Þjónustuaðili
Landspítali
Upplýsingar um starf
Starf
Hjúkrunarnemar á 3.- 4. ári - hlutastörf með námi á speglunardeild Hringbraut
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
20-60%
Starf skráð
04.07.2025
Umsóknarfrestur
21.07.2025
Hjúkrunarnemar á 3.- 4. ári - hlutastörf með námi á speglunardeild Hringbraut
Við óskum eftir að ráða 3.-4. árs hjúkrunarnema í hlutastörf með skóla. Tekið er tillit til námsins við skipulag vakta. Hjúkrunarnemar fá markvissan stuðning samhliða starfi á deildinni. Starfshlutfall og upphaf starfs er samkomulag.
Speglunareiningin sinnir bæði almennum speglunum en er einnig sú sérhæfðasta á landinu og sinnir því sjúklingum alls staðar að. Á deildinni starfar um 30 manna hópur samhents starfsfólks, í nánu samstarfi við marga sérfræðinga Landspítala. Starfsstöðvar eru tvær, við Hringbraut þar sem stærri hluti speglana fer fram og í Fossvogi. Deildin er í sókn á mörgum sviðum. Þjónusta við sjúklinga hefur verið bætt og aukin, mikil og góð samvinna er við aðra starfsemi spítalans og hafa svæfingar við flóknari inngrip aukist mikið. Það hefur verið forsenda fyrir því að nýjar tegundir inngripa eru í boði og eru frekari nýjungar og framþróun á stefnuskránni.
Starfsánægja á deildinni er mjög góð og hér skipta góð samskipti og gagnkvæm virðing miklu máli, sem og skýr meðferðarmarkmið og áþreifanlegur árangur. Á deildinni starfar öflugur hópur hjúkrunarfræðinga sem getur miðlað mikilli þekkingu og reynslu. Áhersla er lögð á að taka vel á móti nýju samstarfsfólki og að veita góða og markvissa aðlögun.
Helstu verkefni og ábyrgð
Hlutverk og ábyrgð er í samræmi við starfslýsingar hjúkrunarnema eftir lengd náms
Þátttaka í teymisvinnu
Hæfniskröfur
Hjúkrunarnemi á 3.-4. ári
Jákvætt viðhorf, frumkvæði og samskiptahæfni
Faglegur metnaður og áhugi á að öðlast færni í hjúkrun bæklunarsjúklinga og annarra sjúklinga sem á deildinni dvelja
Hæfni og geta til að vinna í teymi
Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, hjúkrunarfræðingur, hjúkrun, teymisvinna
Tungumálahæfni: íslenska 3/5
Starfshlutfall er 20-60%
Umsóknarfrestur er til og með 21.07.2025
Nánari upplýsingar veitir
Þórhildur Höskuldsdóttir, thorhiho@landspitali.is
Sími: 863-7559

Þjónustuaðili
Landspítali
Upplýsingar um starf
Starf
Hjúkrunarnemar á 3.- 4. ári - hlutastörf með námi á speglunardeild Hringbraut
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
20-60%
Starf skráð
04.07.2025
Umsóknarfrestur
21.07.2025