Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þjónustuaðili

Fjölbrauta­skólinn í Breið­holti

Upplýsingar um starf

Starf

Íþróttakennari

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

75-100%

Starf skráð

10.06.2025

Umsóknarfrestur

20.06.2025

Íþróttakennari

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti óskar eftir að ráða íþróttakennara.Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2025.

Helstu verkefni og ábyrgð

Kennari ber ábyrgð á kennslu, undirbúningi, námsmati og faglegu samstarfi ásamt gerð kennsluáætlana og prófa. Skólinn notar Innu upplýsinga- og námsumsjónarkerfi og Teams hópvinnukerfi sem kennari þarf að vera tilbúinn til að vinna með.

Hæfniskröfur

Lögð er áhersla á menntun í íþróttakennslu eða sambærilegu námi sem nýtist í starfi, kennsluhæfni og samskiptahæfileika í faglegu og þverfaglegu samstarfi. Einnig er lögð áhersla á frumkvæði í starfi, sjálfstæð vinnubrögð, áhuga og áreiðanleika.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Kennarasamband Íslands hafa gert.

Tekið er mið af Jafnréttisáætlun FB við starfsráðningar og allir sem uppfylla hæfniskröfur eru hvattir til að sækja um starfið. Jafnréttisáætlun skólans er ætlað að stuðla að jafnri stöðu og virðingu innan skólans og minna á mikilvægi þess að starfsfólk og nemendur fái notið sín án tillits til kynferðis, aldurs, kynþáttar, kynhneigðar, fötlunar, þjóðernis, trúarskoðana eða stjórnmálaskoðana.

Við ráðningu skulu liggja fyrir afrit prófskírteina, leyfisbréf sem kveður á um rétt til að nota starfsheitið kennari sbr. lög nr. 95/2019 og sakavottorð.

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti býður verknám, listnám og bóknám til lokaprófs úr framhaldsskóla.Á heimasíðunni, www.fb.is er að finna upplýsingar um stefnu skólans:Fjölbrautaskólinn í Breiðholti er skóli Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.Sýn okkar er að við eflum einstaklinga til þess að skapa kærleiksríkt sjálfbært samfélag.Gildi skólans eru virðing, fjölbreytni og sköpunarkraftur.Stefnumið skólans eru að við:- leggjum áherslu á frið, lýðræði, réttlæti, jöfnuð og jafnrétti- vinnum saman að góðum námsárangri allra nemenda- menntum nemendur til að stuðla að sjálfbærni og virða líf og umhverfi- stuðlum að vellíðan og valdeflingu nemenda og starfsfólks- leggjum áherslu á góða samvinnu, hvetjandi og nærandi samskipti- iðkum, kennum og hlúum að nýsköpun- ræktum góð tengsl út á við og vinnum með nærsamfélagi skólans.

Umsóknir skulu berast á rafrænu formi í gegnum ráðningarkerfi Oracle, sjá tengil hér að neðan. Öllum umsækjendum verður svarað og þeim tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verði tekin. Haldið verður eftir afriti af umsóknargögnum í samræmi við ákvæði laga um Þjóðskjalasafn Íslands nr. 66/1985.

Áskilinn er réttur til að nýta auglýsinguna í 6 mánuði frá ráðningu.

Starfshlutfall er 75-100%

Umsóknarfrestur er til og með 20.06.2025

Nánari upplýsingar veitir

Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, ghg@fb.is

Sími: 899 2123

Svava Ýr Baldvinsdóttir, sva@fb.is

Sími: 772 9406

Þjónustuaðili

Fjölbrauta­skólinn í Breið­holti

Upplýsingar um starf

Starf

Íþróttakennari

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

75-100%

Starf skráð

10.06.2025

Umsóknarfrestur

20.06.2025