Þjónustuaðili
Vinnumálastofnun
Upplýsingar um starf
Starf
Sérfræðingur í greiningardeild
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
06.06.2025
Umsóknarfrestur
20.06.2025
Sérfræðingur í greiningardeild
Vinnumálastofnun leitar að öflugum gagnasérfræðingi til starfa hjá greiningadeild stofnunarinnar með starfstöð á Grensásvegi 9, 108 Reykjavík.
Helstu verkefni og ábyrgð
Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi, meðal annars hönnun og þróun gagnagrunnskerfa, greining gagna og viðhald gagnagrunna. Starfið felur í sér náið samstarf með öðrum deildum stofnunarinnar og deildin ber ábyrgð á að tryggja gæði gagna auk þess að koma að vinnu við að setja upp skilvirka ferla og þróa nýjar tæknilausnir.
Greiningardeild ber ábyrgð á þróun og birtingu tölulegra gagna Vinnumálastofnunar ásamt því að vinna að greiningu gagna og skýrslugerð um stöðu vinnumarkaðar. Deildin ber ábyrgð á uppbyggingu gagnalausna og gerð mælaborða Vinnumálastofnunar til innri og ytri birtingar. Deildin styður einnig aðrar einingar stofnunarinnar við að geta tekið gagnadrifnar ákvarðanir.
Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunar: Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki.
Næsti yfirmaður er deildarstjóri greiningardeildar innan þróunar- og tæknisviðs.
Hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, til dæmis verkfræði, tölvunarfræði eða hagfræði, framhaldsmenntun er kostur.
Reynsla af hönnun, þróun og viðhaldi gagnagrunna.
Reynsla af vinnu með stór gagnasöfn og geta til að vinna með flóknar gagnaskipanir.
Greiningarhæfni og færni í miðlun upplýsinga.
Góð samskiptafærni og jákvæðni.
Geta til að vinna í teymi.
Góð almenn tækniþekking.
Frumkvæði og sjálfstæði í störfum.
Reynsla af hagskýrslugerð er kostur.
Reynsla og þekking á vinnumarkaðsgreiningum er kostur.
Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Með umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 20.06.2025
Nánari upplýsingar veitir
Hallveig Gróa Ragnarsdóttir, hallveig.g.ragnarsdottir@vmst.is
Sími: 5154800
Ásta Ásgeirsdóttir, asta.asgeirsdottir@vmst.is
Sími: 5154800
Þjónustuaðili
Vinnumálastofnun
Upplýsingar um starf
Starf
Sérfræðingur í greiningardeild
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
06.06.2025
Umsóknarfrestur
20.06.2025