
Þjónustuaðili
Landspítali
Upplýsingar um starf
Starf
Ráðgjafi / stuðningsfulltrúi á legudeild geðrofssjúkdóma
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
80-100%
Starf skráð
06.06.2025
Umsóknarfrestur
16.06.2025
Ráðgjafi / stuðningsfulltrúi á legudeild geðrofssjúkdóma
Legudeild geðrofssjúkdóma leitar að jákvæðum, sjálfstæðum og metnaðarfullum liðsfélaga. Starfið hentar vel þeim sem brenna fyrir samskipti, virkni, öryggi og fjölbreytta vinnu. Áhersla er lögð á framúrskarandi notendamiðaða þjónustu og góðan starfsanda. Starfshlutfall er 80 -100% og er starfið laust frá 11. ágúst 2025 eða eftir samkomulagi.
Legudeild geðrofssjúkdóma sinnir greiningu, meðferð og endurhæfingu fólks með geðrofssjúkdóma. Deildin er 16 rúma, 10 rými ætluð einstaklingum með bráð veikindi og 6 ætluð til endurhæfingar. Á deildinni er boðið upp á samtalsmeðferð, virknimeðferð, fræðslu, lyfjameðferð og mikil áhersla er lögð á fjölskylduvinnu. Markmið meðferðarvinnu er að auka lífsgæði og valdefla sjúklinga, draga úr hamlandi geðrofseinkennum og þjálfa upp bjargráð til að lifa með geðrofssjúkdóm. Starfið getur falið í sér líkamlega umönnun, hvatningu við athafnir daglegs lífs, ferðir í ýmsa virkni og að tryggja öryggi sjúklinga og starfsmanna á deild. Við leggjum áherslu á fjölbreytni í starfsmannahópnum svo hægt sé að nýta þekkingu og færni hvers og eins starfsmanns í deildarstarfið til að styðja við einstaklingsmiðaða meðferð.
Unnið er á þrískiptum vöktum, morgun-, kvöld- og næturvöktum. Boðið er upp á einstaklingsmiðaða aðlögun og stuðning í starfi. Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Helstu verkefni og ábyrgð
Hjúkrun, umönnun og stuðningur við meðferð einstaklinga
Virk þátttaka í þverfaglegu starfi á deild
Stuðla að öryggi sjúklinga og starfsfólks með virkri þátttöku í varnarteymi geðsviðs
Umsjón með ýmsum störfum sem snúa að daglegum rekstri deildarinnar
Stuðla að góðum starfsanda
Hæfniskröfur
Fjölbreytt menntun sem nýtist í starfi, að lágmarki stúdentspróf
Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi er kostur
Reynsla af stuðningi við fólk með geðrænan vanda er kostur
Reynsla af vinnu við líkamlega umönnun er kostur
Framúrskarandi færni í samskiptum og jákvætt hugarfar
Frumkvæði og áhugi á að starfa í þverfaglegu teymi
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Hæfni til að vinna vel undir álagi
Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi, starfsmaður, teymisvinna, umönnun
Tungumálahæfni: íslenska 4/5
Starfshlutfall er 80-100%
Umsóknarfrestur er til og með 16.06.2025
Nánari upplýsingar veitir
Guðfinna Betty Hilmarsdóttir, gudfinna@landspitali.is
Hrafnhildur Benediktsdóttir, hrafnhbe@landspitali.is

Þjónustuaðili
Landspítali
Upplýsingar um starf
Starf
Ráðgjafi / stuðningsfulltrúi á legudeild geðrofssjúkdóma
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
80-100%
Starf skráð
06.06.2025
Umsóknarfrestur
16.06.2025