
Þjónustuaðili
Landspítali
Upplýsingar um starf
Starf
Heilbrigðisgagnafræðingur nýrnalækninga
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
80-100%
Starf skráð
15.04.2025
Umsóknarfrestur
02.05.2025
Heilbrigðisgagnafræðingur nýrnalækninga
Við leitum eftir heilbrigðisgagnafræðingi til fjölbreyttra og sérhæfðra starfa á starfseiningu nýrnalækninga við Hringbraut. Starfið felur í sér mikil samskipti og fjölbreytt og krefjandi verkefni. Unnið er í teymi með sérfræðilæknum í nýrnalækningum, hjúkrunarfræðingum, öðrum heilbrigðisgagnafræðingum og fagfólki innan nýrnaþjónustu spítalans.
Starfshlutfall er 80-100%, unnið er í dagvinnu og er starfið laust frá 1. júní eða eftir samkomulagi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og auknu öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Helstu verkefni og ábyrgð
Þátttaka í uppbyggingu miðstöðvar í nýrnalækningum með áherslu á göngudeildarþjónustu
Umsjón og frágangur sjúkragagna (sjúkraskráa og læknabréfa) og almenn skrifstofustörf
Símsvörun og tengd þjónusta nýrnalækninga
Þátttaka i teymisvinnu
Ýmis verkefni fyrir sérfræðinga og fagfólk sérgreinar
Þátttakandi í þróun upplýsingatækni við ritun í rafræna sjúkraskrá þjónustunnar
Vinna að verkefnum tengdum klínískri skráningu
Hæfniskröfur
Starfsleyfi sem heilbrigðisgagnafræðingur, starfsreynsla æskileg
Öguð, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
Gott vald á íslensku og ensku
Góð tölvuþekking og færni í helstu tölvuforritum
Þekking á sjúkraskrárkerfinu Sögu er kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Læknir, almennur læknir
Tungumálahæfni: íslenska 4/5,
Starfshlutfall er 80-100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.05.2025
Nánari upplýsingar veitir
Elísabet Lilja Haraldsdóttir, elisaha@landspitali.is
Sími: 698 5414

Þjónustuaðili
Landspítali
Upplýsingar um starf
Starf
Heilbrigðisgagnafræðingur nýrnalækninga
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
80-100%
Starf skráð
15.04.2025
Umsóknarfrestur
02.05.2025