Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þjónustuaðili

Utanrík­is­ráðu­neytið

Upplýsingar um starf

Starf

Deildarstjóri tölvudeildar utanríkisráðuneytisins

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

13.03.2025

Umsóknarfrestur

31.03.2025

Deildarstjóri tölvudeildar utanríkisráðuneytisins

Utanríkisráðuneytið leitar að öflugum einstaklingi í starf deildarstjóra tölvudeildar ráðuneytisins. Um er að ræða sjö manna deild sem heyrir undir þjónustuskrifstofu ráðuneytisins. Starfið er fjölbreytt og krefjandi stjórnendastarf þar sem reynir á leiðtogahæfni, þjónustulund, tæknistjórnun, textaskrif, öryggisvitund og lausnamiðaða hugsun.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ábyrgð á stjórnun og rekstri tölvudeildar utanríkisþjónustunnar

  • Yfirumsjón með tölvuöryggismálum.

  • Ábyrgð á stefnumótun og mótun starfs- og rekstraráætlunar.

  • Yfirumsjón á rekstri og innkaupum á tæknibúnaði utanríkisþjónustunnar.

  • Leiðir innlent og erlent samstarf á sviði UT þjónustu fyrir hönd ráðuneytisins.

  • Yfirumsjón með ytri og innri upplýsingagjöf tölvudeildar.

  • Þarf að geta sinnt verkefnum bæði yfir og undirmanna eftir atvikum.

Hæfniskröfur

Menntun, þekking, reynsla o.fl.

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. verkfræði eða tölvunarfræði er skilyrði.

  • Reynsla á sviði reksturs tækniumhverfis, innleiðingarverkefna og kerfishönnunar er áskilin.

  • Reynsla af innkaupum, samningagerð og samstarfi við þjónustuaðila er skilyrði.

  • Góð þekking á Microsoft skýjaumhverfinu er áskilin.

  • Þekking á helstu öryggisógnum upplýsingakerfa er mikilvæg.

  • Reynsla af stefnumótunarvinnu og áætlanagerð er æskileg.

  • Íslenskur ríkisborgararéttur er áskilinn.

  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.

  • Viðkomandi þarf að uppfylla skilyrði um öryggisvottun hjá Ríkislögreglustjóra, sbr. reglur nr. 959/2012 bæði við upphaf ráðningar og meðan hann gegnir starfinu.

Persónulegir eiginleikar

  • Leiðtogafærni og samskipta- og greiningarhæfni.

  • Jákvæðni, sveigjanleiki og framúrskarandi þjónustulund.

  • Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun.

  • Sjálfstæði og góðir skipulagshæfileikar með reynslu af verkefnastjórnun.

  • Rík trúnaðarvitund og þagmælska.

  • Áhugi á nýjungum og þróun í upplýsingatækni.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Hjá utanríkisráðuneytinu starfa um 300 manns þar af rúmlega helmingur á Íslandi. Hinn helmingurinn starfa á sendiskrifstofum Íslands sem eru 26 talsins og eru í 21 landi. Rík áhersla er lögð á að sendiskrifstofur Íslands séu ætíð starfhæfar. Tölvueildin þjónustar allar starfseiningar ráðuneytisins og er því í stöðugu samstarfi við stjórnendur bæði erlendis og á Íslandi.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum fjármála- og efnahagsráðherra við stéttarfélag viðkomandi starfsmanns. Áhugasöm, óháð kyni, eru hvött til að sækja um. Sækja skal um stöðuna með stafrænum hætti á vef starfatorgs, www.starfatorg.is gegnum ráðningarkerfið Orra. Einungis er tekið við umsóknum með þessum hætti.

Umsækjendur skulu senda inn ferilskrá (hámark 2 bls.) ásamt kynningarbréfi (hámark 1 bls.), bæði á íslensku. Þar skal gera grein fyrir þeirri þekkingu, reynslu og hæfni umsækjanda sem nýtist til að sinna starfinu í samræmi við hæfniskröfurnar í auglýsingunni. Umsóknir á erlendum tungumálum, án kynningarbréfa eða án ferilskráa verða ekki teknar til greina. Einnig skal fylgja umsókn staðfesting á prófgráðum. Við ákvörðun um boðun í starfsviðtal verður sérstaklega horft til gæða umsóknargagna. Umsækjendur sem boðaðir verða í starfsviðtal þurfa að gera grein fyrir enskukunnáttu sinni með lestri og útskýringu á enskum texta.

Umsækjendum sem komast lengra áfram í ráðningarferlinu verður gert að leysa verkefni. Auk annarra hæfnisþátta koma verkefnin heildstætt inn í mat á hæfni umsækjenda til að sinna starfinu. Við ákvörðun um ráðningu verður, auk framangreindra hæfnisviðmiða, tekið mið af frammistöðu í starfsviðtali og umsagna sem aflað er.

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Miðað er við að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eftir að ráðningarferli lýkur. Umsóknir munu gilda í sex mánuði frá birtingu þessara auglýsingar, sbr. ákvæði 3. tölul. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar lausra starfa nr. 1000/2019, með síðari breytingum.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 31.03.2025

Nánari upplýsingar veitir

Veturliði Þór Stefánsson, veturlidi.stefansson@utn.is

Þjónustuaðili

Utanrík­is­ráðu­neytið

Upplýsingar um starf

Starf

Deildarstjóri tölvudeildar utanríkisráðuneytisins

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

13.03.2025

Umsóknarfrestur

31.03.2025