
Þjónustuaðili
Háskóli Íslands
Upplýsingar um starf
Starf
Doktorsnemi í landfræði
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
70-100%
Starf skráð
18.03.2025
Umsóknarfrestur
05.05.2025
Doktorsnemi í landfræði
Laust er til umsóknar starf doktorsnema í landfræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands til þriggja ára. Í verkefninu eru til rannsóknar áhrif af völdum tímabila kólnunar á nútíma (Holocene) á landvistkerfi íslenska hálendisins. Kaldari tímabil nútíma áttu sér líklega rætur í stjarnfræðilegum ástæðum og truflunum á veltihringrás Atlantshafsins (Atlantic Meridional Overturning Circulation, AMOC). Miðað er við að starf hefjist í september 2025.
Helstu verkefni og ábyrgð
Íslenska hálendið er í dag að mestu eyðimörk sem er meðal þeirra stærstu í Evrópu. Landvistkerfi hálendisins eru afar virk og næm fyrir ytri áhrifaþáttum og almennt er talið að þau hafi verið betur gróin á fyrri árþúsundum, en að kólnandi loftslag og landnotkun hafi grafið undan stöðugleika þeirra og leitt til hinna hnignuðu vistkerfa samtímans. Veigamikill þáttur í umræðu um loftslagsbreytingar dagsins í dag er hugsanleg truflun og veiking á veltihringrás Atlantshafsins sem getur leitt til kólnunar á Norður Atlantshafssvæðinu. Verkefninu ætlað að draga fram eðli og áhrif fyrri tímabila kólnunar á nútíma og hversu næm íslensk landvistkerfi eru fyrir slíkum atburðum og tímabilum. Til að takast á við verkefnið er nemandanum ætlað að byggja upp og túlka gögn sem draga fram ferla gróðurbreytinga, (ó)stöðugleika lands og loftslags á fyrri árþúsundum, með áherslu á tímabil kólnunar. Nemandinn mun njóta stuðnings af innlendu og erlendu rannsóknasamtarfi, m.a. við Globe stofnunina við Kaupmannahafnarháskóla.
Verkefnið felur í sér (ekki tæmandi):
Vettvangsvinnu til að afla nauðsynlegra gagna/sýna til að byggja upp fornvistfræðileg gagnasöfn.
Myndun tímaraða fyrir vatnasetskjarna og/eða jarðvegssnið með gjóskulögum, geislakolsgreiningum og öðrum geislunarmælingum.
Uppbyggingu fornvistfræðilegra gagnasafna í hárri tímaupplausn, unnum úr vatnaseti, jarðvegi eða mójörð sem lesa má úr breytingar á yfirborði lands, auk gagnavinnslu og túlkunar slíkra gagna.
Birtingu og kynningu á niðurstöðum verkefnisins í ritrýndum, alþjóðlegum tímaritum, á ráðstefnum og málstofum hérlendis og erlendis.
Samantekt á niðurstöðum verkefnisins í doktorsritgerð undir lok doktorsnáms.
Verkefnið nýtur rannsóknaaðstöðu við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Leiðbeinandi er Egill Erlendsson, prófessor.
Hæfniskröfur
Meistaragráða í landfræði, jarðvísindum, vistfræði, grasafræði eða öðrum greinum náttúruvísinda
Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi
Góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
Góð íslenskukunnátta er kostur
Reynsla af fornvistfræðilegum aðferðum/nálgunum í rannsóknavinnu er kostur
Reynsla í að kynna niðurstöður verkefnisins í ritrýndum vísindagreinum og á ráðstefnum innanlands og erlendis
Ráðning er háð því að umsækjandi sæki formlega um doktorsnám við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands og að umsóknin sé samþykkt af deild, stundi umsækjandi ekki doktorsnám þar nú þegar.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Starfið hefst í september 2025.
Umsóknir skulu innihalda:
Ferilskrá
Kynningabréf þar sem fram kemur hvað vekur áhuga umsækjanda á verkefninu og hvað hann hefur fram að færa við mótun og framkvæmd þess og væntingar til námsins (hámark ein blaðsíða)
Afrit af prófskírteinum (grunnnám og meistaranám)
Tvö umsagnarbréf og upplýsingar um hvort og hvernig má hafa samband við umsagnaraðila
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í allt að sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna%5Fhaskola%5Fislands
Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi háskólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsfólks í uppbyggingu náms og rannsókna. Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 390 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt, þar sem fjórðungur bæði starfsfólks og framhaldsnema við sviðið eru erlendir, og það hlutfall er sífellt að aukast. Á sviðinu eru um 2000 nemendur, þar af um fjórðungurinn framhaldsnemar. Verkfræði- og náttúruvísindasvið stærir sig af fjölbreytileika og umbótasinnuðu umhverfi þar sem þekkingaröflun og miðlun er í fyrirrúmi.
Starfshlutfall er 70-100%
Umsóknarfrestur er til og með 05.05.2025
Nánari upplýsingar veitir
Egill Erlendsson, egille@hi.is

Þjónustuaðili
Háskóli Íslands
Upplýsingar um starf
Starf
Doktorsnemi í landfræði
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
70-100%
Starf skráð
18.03.2025
Umsóknarfrestur
05.05.2025