
Þjónustuaðili
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Upplýsingar um starf
Starf
Sumarstörf á HSU - Sjúkraflutningamaður óskast til starfa við bráðaviðbragð í Öræfasveit.
Staðsetning
Suðurland
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
12.03.2025
Umsóknarfrestur
28.03.2025
Sumarstörf á HSU - Sjúkraflutningamaður óskast til starfa við bráðaviðbragð í Öræfasveit.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar eftir að ráða sjúkraflutningamann í sumarstarf bráðaviðbragðs í Öræfasveit.
Bráðviðbragðið er frá 1. júní til 31. Ágúst.
Vakt er 9 klst og bakvakt að lokinni vakt. Sjúkraflutningamaður er einn á vakt á sjúkrabíl á svæðinu. Bráðaviðbragðið er liður í auknu öryggi íbúa og ferðamanna á þessu svæði.
Starfinu fylgir húsnæði.
HSU veitir heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu ásamt því að annast sjúkraflutninga. Þjónustusvæðið nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í austri.
Hlutverk HSU er að móta, þróa og útfæra heilbrigðisþjónustu í umdæminu og tryggja íbúum Suðurlands og öðrum þjónustuþegum jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.
Þjónustumarkmið HSU byggja á gildum okkar um fagmennsku, virðingu og samvinnu. Velferð og þarfir þjónustuþega eru okkar leiðarljós.
Helstu verkefni og ábyrgð
Um er að ræða mótandi starf einmennings bráðaviðbragðs í Öræfum
Meta áverka eftir slys, bregðast við bráðaveikindum, veita fyrstu hjálp og undirbúa flutning á sjúkrastofnun ef með þarf
Umhirða sjúkrabíla og umsjón með að allur búnaður sé til staðar og í lagi eftir verkferlum HSU
Gríðarlegur vöxtur hefur verið í starfseminni undanfarin ár á Suðurlandi.
Hæfniskröfur
Starfsleyfi landlæknis
Grunnmenntun EMT-Basic er skilyrði auk annarar reynslu af bráðaþjónustu
Meirapróf C1 - er skilyrði fyrir ráðningu
Hreint sakavottorð
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Þau sem verða boðuð til viðtals munu þurfa að gangast undir þrekpróf, sjá hér:
Uppl_singar_um__rekpr_f_starfsf_lks_sj_kraflutninga.pdf (ctfassets.net)
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hafa gert.
Umsókninni þurfa að fylgja staðfestar upplýsingar um menntun, starfsleyfi og fyrri störf.
Umsókninni þarf einnig að fylgja sakavottorð
Einstaklingar óháð kyni hvattir til að sækja um starfið
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 28.03.2025
Nánari upplýsingar veitir
Hermann Marinó Maggýjarson, hermann.m.maggyarson@hsu.is
Þorsteinn Hoffritz, thorsteinn.hoffritz@hsu.is

Þjónustuaðili
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Upplýsingar um starf
Starf
Sumarstörf á HSU - Sjúkraflutningamaður óskast til starfa við bráðaviðbragð í Öræfasveit.
Staðsetning
Suðurland
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
12.03.2025
Umsóknarfrestur
28.03.2025