
Þjónustuaðili
Landspítali
Upplýsingar um starf
Starf
Starfsmaður í býtibúr
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
60-80%
Starf skráð
13.03.2025
Umsóknarfrestur
24.03.2025
Starfsmaður í býtibúr
Við viljum ráða jákvæðan og þjónustulundaðan einstakling, með ríka samskipta- og samstarfshæfni, í býtibúr líknardeildar Landspítala í Kópavogi. Starfið er laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Unnið er í dagvinnu virka daga kl. 8:00-15:12 og ein til tvær helgar í mánuði.
Deildin er 12 rúma legudeild sem sinnir sérhæfðri einkennameðferð og lífslokameðferð sjúklinga með krabbamein eða aðra langvinna sjúkdóma. Við leggjum áherslu á að taka vel á móti nýju samstarfsfólki og veita góða aðlögun. Áhugasömum er velkomið að hafa samband við Ólöfu Ásdísi, deildarstjóra.
Helstu verkefni og ábyrgð
Umsjón með býtibúri
Aðstoða við máltíðir sjúklinga
Pantanir og frágangur á vörum
Önnur tilfallandi störf í samráði við deildarstjóra
Hæfniskröfur
Góð samskiptahæfni
Þjónustulund og jákvæðni
Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Efling stéttarfélag hafa gert.
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, sérhæfður starfsmaður, eldhússtörf
Tungumálahæfni: Íslenkukunnátta 3/5
Starfshlutfall er 60-80%
Umsóknarfrestur er til og með 24.03.2025
Nánari upplýsingar veitir
Ólöf Ásdís Ólafsdóttir, olofao@landspitali.is
Sími: 824-1349

Þjónustuaðili
Landspítali
Upplýsingar um starf
Starf
Starfsmaður í býtibúr
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
60-80%
Starf skráð
13.03.2025
Umsóknarfrestur
24.03.2025