
Þjónustuaðili
Landspítali
Upplýsingar um starf
Starf
Starfsþróunarár ljósmæðra 2025-2026
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
80-100%
Starf skráð
13.03.2025
Umsóknarfrestur
27.03.2025
Starfsþróunarár ljósmæðra 2025-2026
Lausar eru til umsóknar stöður ljósmæðra á starfsþróunarári í barneignarþjónustu á Landspítala, á fæðingarvakt (23B), meðgöngu-og sængurlegudeild (22A) og meðgönguvernd, fósturgreiningu og bráðaþjónustu (22B).
Á deildunum er veitt fjölbreytt þjónusta á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu. Einnig er veitt bráðaþjónusta í tengslum við barnsburð og sjúkdóma í kvenlíffærum.
Störfunum fylgir skipulagt starfsþróunarár þar sem veitt er fræðsla á fjölbreytilegu formi ásamt stuðningi í starfi. Ráðningartími er 1 ár og er ráðið í störfin frá 1. september 2025 og er starfshlutfall 80-100%. Skipulögð starfsþróun er 10% starfshlutfall. Ráðningastaður er skv. nánara samkomulagi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er 36 stundir og getur enn orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Helstu verkefni og ábyrgð
Sérhæfð meðgönguvernd og bráðaþjónustu í tengslum við barnsburð og bráð vandamál í kvenlíffærum
Fæðingarhjálp
Umönnun sængurkvenna og nýbura
Þátttaka í faglegri þróun
Hæfniskröfur
Íslenskt ljósmóðurleyfi
Sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni til að vinna í teymi
Góð samskiptahæfni og jákvætt viðhorf
Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi
Reynsla af hjúkrunarstörfum er kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Ljósmæðrafélag Íslands hafa gert.
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, ljósmóðir
Tungumálahæfni: íslenska 4/5
Starfshlutfall er 80-100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.03.2025
Nánari upplýsingar veitir
Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir, gudlerla@landspitali.is
Sími: 864-2243
Jóhanna Ólafsdóttir, joholafs@landspitali.is
Sími: 621-8555

Þjónustuaðili
Landspítali
Upplýsingar um starf
Starf
Starfsþróunarár ljósmæðra 2025-2026
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
80-100%
Starf skráð
13.03.2025
Umsóknarfrestur
27.03.2025