Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Sjúkra­húsið á Akureyri

Upplýsingar um starf

Starf

Skjalastjóri á skrifstofu forstjóra

Staðsetning

Norðurland eystra

Starfshlutfall

70-80%

Starf skráð

04.02.2025

Umsóknarfrestur

24.02.2025

Skjalastjóri á skrifstofu forstjóra

Sjúkrahúsið á Akureyri auglýsir laust til umsóknar starf skjalastjóra í 70-80% starf. Leitað er eftir metnaðarfullum og drífandi einstaklingi með þekkingu og reynslu af skjalastjórnun. Um er að ræða spennandi starf sem gefur metnaðarfullum sérfræðingi á sviði skjala- og upplýsingamála einstakt tækifæri til innleiðingar á verklagi við skráningu, vistun og meðhöndlun upplýsinga þar sem lögð er áhersla á stafræna þróun. Staðan er laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.

Næsti yfirmaður er Erla Björnsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Yfirumsjón með skjalastjórn og skjalavistun innan sjúkrahússins í samræmi við lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014

  • Stefnumótun í skjalastjórn og skjalavistun og gerð handbókar og leiðbeininga um skjalavistun

  • Gerð og uppfærsla skjalavistunaráætlunar

  • Skipuleggja fræðslu og annast kynningar um skjalastjórn og skjalavistun

  • Innleiðing og umsjón með málakerfi (Workpoint) og eftirlit með skráningu skjala, lýsigögn og frágangi

  • Skipulag aðgangsstýringahópa, eftirlit og aðstoð við notendur skjalakerfis

  • Stýring á verklagi og vistun skjala í samvinnu við upplýsingatæknideild

  • Umsjón með grisjun skjala (pappírs og rafrænna), skráningu í geymsluskrár og pökkun skjala

  • Umsjón með afhendingu skjala til Héraðsskjalasafnsins á Akureyri/Þjóðskjalasafns Íslands

  • Samskipti og samstarf með rekstraraðilum kerfa, Þjóðskjalasafns Íslands, Héraðsskjalasafns Akureyrar og aðrar heilbrigðisstofnanir

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun í upplýsingafræði eða önnur háskólamenntun á sviði skjalastjórnunar sem nýtist í starfi er skilyrði

  • Framhaldsmenntun á sviði skjalastjórnunar er kostur

  • Þekking og góð reynsla af verkefnastjórnun og teymisvinnu er kostur

  • Reynsla og þekking af sambærilegu starfi, auk reynslu og þekkingar á vinnslu í mála- og skjalavistunarkerfum er nauðsynleg

  • Góð almenn tölvufærni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði

  • Mjög góð hæfni í íslensku og ensku í ræðu og riti er skilyrði

  • Hæfni í mannlegum samskiptum, skipulaghæfileikar og hæfni í að miðla þekkingu til annarra

  • Sjálfstæði, frumkvæði og fagleg vinnubrögð

  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Vegna kynjasamsetningar á vinnustaðnum eru karlmenn hvattir til að sækja um.

Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Sjúkrahússins á Akureyri við ráðningar í störf á sjúkrahúsinu. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum. Öllum umsóknum verður svarað.

Sjúkrahúsið á Akureyri veitir alþjóðlega DNV-GL vottaða heilbrigðisþjónustu með ISO vottuðu gæðastjórnunarkerfi þar sem áhersla er á virka þátttöku allra starfsmanna til að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum staðli sem sjúkrahúsið er vottað eftir.

Samkvæmt mannauðsstefnu Sjúkrahússins á Akureyri er lögð áhersla á að ráða til starfa og halda í hæfileikaríka einstaklinga. Við val á starfsfólki er menntun, reynsla, færni og hæfni höfð að leiðarljósi. Mannauðsstefnan er leiðarljós stjórnenda og starfsfólks sem gerir sjúkrahúsið framsækinn og eftirsóknarverðan vinnustað, en hún byggir á grunngildum sjúkrahússins sem eru: ÖRYGGI, SAMVINNA og FRAMSÆKNI.

Starfshlutfall er 70-80%

Umsóknarfrestur er til og með 24.02.2025

Nánari upplýsingar veitir

Erla Björnsdóttir, erlab@sak.is

Sími: 463-0100

Sigmundur Björnsson, simmi@sak.is

Sími: 463-0100

Þjónustuaðili

Sjúkra­húsið á Akureyri

Upplýsingar um starf

Starf

Skjalastjóri á skrifstofu forstjóra

Staðsetning

Norðurland eystra

Starfshlutfall

70-80%

Starf skráð

04.02.2025

Umsóknarfrestur

24.02.2025