Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þjónustuaðili

Hafrann­sókna­stofnun

Upplýsingar um starf

Starf

Starf rannsóknamanns á Hvammstanga

Staðsetning

Norðurland vestra

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

16.01.2025

Umsóknarfrestur

20.02.2025

Starf rannsóknamanns á Hvammstanga

Hafrannsóknastofnun auglýsir eftir rannsóknamanni til starfa í sýna- og gagnavinnslu við selarannsóknir á starfsstöð stofnunarinnar á Hvammstanga. Starfið felst í fjölbreyttri vinnu við öflun og úrvinnslu gagna í landi og mögulega í rannsóknaleiðöngrum á sjó. Ætlunin er að ráða í starfið frá og með 1. mars 2025.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þátttaka í gagna og sýnatökum með ströndum landsins.

  • Úrvinnsla sýna og talningargagna

  • Innsláttur gagna í gagnagrunn

  • Almenn verkefni tengd sela- og sjávarspendýrarannsóknum.

  • Tilfallandi verkefni innan starfssviðs Hafrannsóknastofnunar, og möguleikar á þátttöku í rannsóknarleiðöngrum á sjó.

Hæfniskröfur

  • Skilyrði er að umsækjandi hafi MSc gráðu, eða sambærilega menntun, í líffræði eða skyldum greinum.

  • Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt og þarf að vera í líkamlegu ástandi fyrir feltvinnu.

  • Dugnaður, frumkvæði sem og lipurð í samskiptum og samstarfi eru nauðsynlegir eiginleikar.

  • Íslenskukunnátta er kostur.

  • Krafa er gerð um að umsækjandi sé með bílpróf.

  • Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Umsókn skal fylgja:

  • Ítarleg náms- og ferilskrá

  • Afrit af prófskírteinum

  • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.

  • Tilnefna skal tvo meðmælendur

Sótt er um starfið á Starfatorgi og er öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h ríkissjóðs og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%.

Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknir til greina. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur. Gerð er krafa um að umsækjendur hafi hreint sakavottorð. Hafrannsóknarstofnun áskilur sér jafnframt rétt til að hafna öllum umsóknum.

Við ráðningu í störf hjá Hafrannsóknastofnun er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar:

https://www.hafogvatn.is/is/um-okkur/hafrannsoknastofnun/stefnur/jafnrettisaaetlun

Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði hafs- og vatnarannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi sjálfbæra nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna og í fiskeldi. Hún heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Hluti starfseminnar tengist alþjóðlegu samstarfi við erlendar hafrannsóknastofnanir og háskóla. Stofnunin rekur auk aðalstöðva í Hafnarfirði starfsstöðvar vítt og breytt um landið, tilraunaeldisstöð, tvö rannsóknaskip og hefur að jafnaði um 200 starfsmenn í þjónustu sinni.

Gildi Hafrannsóknastofnunar eru:¿ Þekking - Samvinna - Þor

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 20.02.2025

Nánari upplýsingar veitir

Guðmundur Jóhann Óskarsson, gudmundur.j.oskarsson@hafogvatn.is

Sími: 6998682

Sandra Magdalena Granquist, sandra.magdalena.granquist@hafogvatn.is

Sími: 8472188

Þjónustuaðili

Hafrann­sókna­stofnun

Upplýsingar um starf

Starf

Starf rannsóknamanns á Hvammstanga

Staðsetning

Norðurland vestra

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

16.01.2025

Umsóknarfrestur

20.02.2025