Þjónustuaðili
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum
Upplýsingar um starf
Starf
Landverðir í öryggi og eftirliti sumarið 2025
Staðsetning
Suðurland
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
17.01.2025
Umsóknarfrestur
28.02.2025
Landverðir í öryggi og eftirliti sumarið 2025
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum auglýsir eftir landvörðum á sviði rekstrar í tímabundin störf frá 14. maí - 1. september eða eftir nánara samkomulagi. Störf landvarða hjá þjóðgarðinum á Þingvöllum eru fjölbreytt, skemmtileg og krefjandi. Um vaktavinnu er að ræða og þjóðgarðurinn útvegar farartæki frá fyrirfram ákveðnum stöðum innan höfuðborgarsvæðisins sem starfsfólk getur nýtt sér til að komast á starfsstöð.
Helstu verkefni og ábyrgð
Eftirlit með minjum, náttúru og umhverfi Þingvalla
Eftirlit með umgengni gesta, veiði, tjaldsvæðum og Silfru
Eftirlit með öryggi gesta
Þjónusta, upplýsingagjöf og móttaka gesta
Létt viðhald innviða og þrif
Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
Reynsla af landvörslu er kostur en ekki skilyrði
Landvarðaréttindi er kostur en ekki skilyrði
Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
Stundvísi
Verklagni
Umsækjendur þurfa að tileinka sér þekkingu á þjóðgarðinum og nærumhverfi hans
Umsækjendur þurfa að geta gengið í öll þau störf sem fyrir þá eru lögð
Grunnþekking í skyndihjálp er kostur en ekki skilyrði
Kunnátta í íslensku og ensku er skilyrði. Frekari tungumálakunnátta er kostur
Ökuréttindi og hæfni til að aka bæði sjálf- og beinskiptum ökutækjum er skilyrði
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Ferilskrá skal fylgja umsókn og skulu umsóknir fara í gegnum starfatorg.is.
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er elsti þjóðgarður landsins og hefur verið á heimsminjaskrá Unesco frá 2004. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er einn fjölmennasti ferðamannastaður landsins og því mjög lifandi og skemmtilegur vinnustaður sem býður upp á fjölbreytt verkefni og krefjandi áskoranir á hverjum degi.
Umsókn getur gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Möguleiki er á tímabundinni framlengingu ráðningar.
Öll kyn eru hvött til að sækja um.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 28.02.2025
Nánari upplýsingar veitir
Jóna Kolbrún Sigurjónsdóttir, jona@thingvellir.is
Þjónustuaðili
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum
Upplýsingar um starf
Starf
Landverðir í öryggi og eftirliti sumarið 2025
Staðsetning
Suðurland
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
17.01.2025
Umsóknarfrestur
28.02.2025