Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Hagstofa Íslands

Upplýsingar um starf

Starf

Launafulltrúi

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

29.11.2024

Umsóknarfrestur

16.12.2024

Launafulltrúi

Hagstofa Íslands leitar að nákvæmum, metnaðarfullum og áreiðanlegum launafulltrúa á fjármálasvið Hagstofunnar. Starfið felur i sér utanumhald og vinnslu launa stofnunarinnar. Viðkomandi ber ábyrgð á Vinnustund, sér um greiðslu reikninga og innkaup aðfanga.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Almenn launavinnsla og skráning í launa- og mannauðskerfi ríkisins

  • Rýni og frágangur á gögnum tengdum launavinnslu

  • Umsjón með vinnustund

  • Almenn gjaldkerastörf

  • Bókun og utanumhald ferða

  • Innkaup aðfanga fyrir stofunina

  • Þróun verkferla og umbótaverkefni

  • Önnur tilfallandi verkefni sem starfsmanni eru falin af yfirmanni

Hæfniskröfur

  • Reynsla af launavinnslu og launamálum nauðsynleg

  • Þekking og reynsla af launakerfum, tímaskráningarkerfum og bakvinnslu

  • Nákvæmni í vinnubrögðum og talnalæsi

  • Sjálfstæði og áreiðanleiki

  • Þjónustulund, góð framkoma og jákvætt viðmót

  • Geta til að vinna undir álagi

  • Þekking og reynsla á ORRA - launakerfi ríkisins er kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag starfsmanna stjórnarráðsins hafa gert.

Hvað býður Hagstofan upp á?

  • Krefjandi og spennandi verkefni

  • Vinnu í samfélagslega mikilvægu hlutverki

  • Skemmtilegt samstarfsfólk

  • Gott mötuneyti

  • Íþróttastyrk

  • Samgöngustyrk

  • Sveigjanlegan vinnutíma

  • Styttingu vinnuvikunnar

  • Möguleika til fjarvinnu

  • Hjólageymslu og bílastæði

Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda í starfið.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því umsóknarfrestur rennur út. Öll sem telja sig hæf í starfið eru hvött til að sækja um óháð kyni og uppruna. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Hagstofu Íslands við ráðningar í störf.

Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar í landinu og vinnur að söfnun gagna, úrvinnslu og birtingu tölfræðilegra upplýsinga um landshagi Íslands og þjóðfélagsleg málefni. Hjá Hagstofunni starfar öflugur hópur 125 einstaklinga. Starfsumhverfið er fjölskylduvænt með sveigjanlegum vinnutíma og styttri vinnuviku. Boðið er upp á heilsustyrk fyrir þá sem hreyfa sig og samgöngustyrk fyrir þá sem nýta umhverfisvænan ferðamáta til vinnu. Virkt starfsmannafélag skipuleggur fjölbreytta viðburði fyrir starfsfólk. Leiðarljós Hagstofunnar eru þjónusta - áreiðanleiki - framsækni. Frekari upplýsingar um stofnunina má finna á vef Hagstofunnar www.hagstofa.is

Vertu hluti af liðsheild sem vinnur að því að skapa traustar upplýsingar fyrir samfélagið

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 16.12.2024

Nánari upplýsingar veitir

Elsa Björk Knútsdóttir, elsa.b.knutsdottir@hagstofa.is

Jóda Elín V. Margrétardóttir, joda.e.v.margretardottir@hagstofa.is

Þjónustuaðili

Hagstofa Íslands

Upplýsingar um starf

Starf

Launafulltrúi

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

29.11.2024

Umsóknarfrestur

16.12.2024