Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Land og skógur

Upplýsingar um starf

Starf

Umsjón fræverkunar í Gunnarsholti

Staðsetning

Suðurland

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

20.08.2024

Umsóknarfrestur

20.09.2024

Umsjón fræverkunar í Gunnarsholti

Land og skógur leitar að öflugu starfsfólki til að vinna að uppbyggingu og vernd gróðurauðlinda á Íslandi með landgræðslu, nýskógrækt og friðun skóga til að efla hagrænan, umhverfislegan og samfélagslegan ávinning af sjálfbærri landnýtingu. Leitað er að starfskrafti til að hafa umsjón með fræverkun í Gunnarsholti . Starfshlutfall er 100%.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón með fræverkunarstöð og plöntugerði í Gunnarsholti

  • Verkun fræs til landgræðslu og skógræktar

  • Umsjón með birgðum og dreifingu fræs og plantna frá Gunnarsholti

  • Umhirða í fræverkunarstöð

  • Sáning, áburðardreifing, gróðursetning og uppskerustörf

  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi

  • Vinnuvélaréttindi á dráttarvélar (I) og lyftara (J) nauðsynleg

  • Tölvufærni og þekking á helstu Microsoft-forritum nauðsynleg

  • Gott vald á töluðu og rituðu máli á íslensku nauðsynleg, hæfni í erlendu tungumáli er kostur

  • Skipulagshæfni og geta til að vinna undir álagi

  • Hæfni til að miðla upplýsingum

  • Góðir samskiptahæfileikar

  • Reynsla af verkefnastjórnun og gæðaeftirliti er kostur

  • Haldgóð reynsla af landgræðslu, skógrækt eða jarðrækt er kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Sótt er um starfið á Starfatorgi. Umsóknarfrestur er til 20. september.

Land og skógur er þekkingarstofnun á sviði gróður- og jarðvegsauðlinda og gegnir mikilvægu rannsókna-, eftirlits-, og fræðsluhlutverki við að vernda, endurheimta og bæta þessar auðlindir Íslands með uppgræðslu lands, ræktun nýrra skóga og með því að stuðla að sjálfbærri landnýtingu.

Land og skógur er með starfstöðvar í öllum landshlutum. Í Gunnarsholti vinna um 30 manns. Þar er rekin fræverkunarstöð auk margvíslegrar starfsemi á sviði landgræðslu og skógræktar.

Markmið Lands og skógar er að vera eftirsóttur vinnustaður fyrir starfsfólk með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Þar er starfsfólki búin góð vinnuaðstaða, greiður aðgangur að upplýsingum og fjölbreyttir möguleikar á símenntun sem stuðli að starfsþróun og verðmætasköpun innan Lands og skógar og alls landgræðslu- og skógræktargeirans.

Land og skógur hefur hlotið jafnlaunavottun, innleitt styttingu vinnuvikunnar og græn skref í ríkisrekstri. Þá hefur stofnunin sett sér umhverfis- og loftslagsáætlun með tímasettum markmiðum ásamt áætlunum um réttindi, vernd og ábyrgð starfsfólks, s.s. áætlanir um áreitni og einelti ásamt viðbrögðum við slíku.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 20.09.2024

Nánari upplýsingar veitir

Gústav Magnús Ásbjörnsson, gustav.magnus.asbjornsson@landogskogur.is

Þjónustuaðili

Land og skógur

Upplýsingar um starf

Starf

Umsjón fræverkunar í Gunnarsholti

Staðsetning

Suðurland

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

20.08.2024

Umsóknarfrestur

20.09.2024