Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Utanrík­is­ráðu­neytið

Upplýsingar um starf

Starf

Ungliðastaða á sviði stefnumótunar og málsvarastarfs á skrifstofu Mannfjöldasjóðs SÞ í Úganda (e. Junior Professional Officer (JPO), UNFPA, Uganda)

Staðsetning

Erlendis

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

03.09.2024

Umsóknarfrestur

27.09.2024

Ungliðastaða á sviði stefnumótunar og málsvarastarfs á skrifstofu Mannfjöldasjóðs SÞ í Úganda (e. Junior Professional Officer (JPO), UNFPA, Uganda)

Á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) er starfrækt ungliðaverkefni (e. Junior Professional Officer Programme) þar sem ungu fólki er gefið tækifæri á að starfa á vegum stofnanna SÞ. Í ár fjármagnar utanríkisráðuneytið ungliðastöðu sérfræðings á sviði stefnumótunar og málsvarastarfs hjá Mannfjöldasjóði SÞ (e. JPO – Programme Analyst, Population and Development) á skrifstofu stofnunarinnar í Kampala, Úganda. Ungliðastöður hjá Sameinuðu þjóðunum eru opnar fyrir íslenska ríkisborgara 32 ára og yngri (fæðingarár 1991 og síðar).

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Styðja við greiningarvinnu á lýðfræðilegri þróun í stjórnmálalegu, efnahagslegu og félagslegu samhengi í tengslum við verkefni og stefnumótun UNFPA í Úganda, og þróun málsvarastarfs á þeim grundvelli.

  • Aðstoða við innleiðingu og eftirfylgni verkefna og eiga samráð við samstarfsaðila, sérfræðinga, opinberar stofnanir og aðrar SÞ-stofnanir í Úganda til að tryggja að verkefni skili tilætluðum afurðum á skilvirkan hátt og innan tímaramma.

  • Styðja við þekkingaröflun og aðstoða við rannsóknar- og kynningarvinnu tengt áherslum UNFPA.

  • Þátttaka í málsvarastarfi og fjáröflunarvinnu eftir atvikum og veita stuðning við mótun nýrrar landaáætlunar UNFPA fyrir Úganda.

Hæfniskröfur

  • Háskólagráða á framhaldsstigi í félagsvísindum eða öðrum tengdum greinum, með þekkingu á tölfræði og lýðfræði.

  • Gerð er krafa um að umsækjandi hafi að minnsta kosti tveggja ára starfsreynslu í stefnumótun eða málsvarastarfi tengt málefnum þróunarsamvinnu.

  • Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af gagnaumsjón, starfsreynsla í þróunarríki er kostur.

  • Mjög góð færni til að tjá sig í ræðu og riti á ensku er skilyrði. Æskilegir eiginleikar eru góð aðlögunarhæfni, menningarlæsi, dómgreind og frumkvæði.

Frekari upplýsingar um starfið

Ráðið er til eins árs, með möguleika á framlengingu um eitt ár til viðbótar. Sérfræðingurinn verður starfsmaður Mannfjöldasjóðs SÞ og launa- og starfskjör eru samkvæmt reglum stofnunarinnar.

Umsóknarfrestur er til og með 27. september 2024. Allir einstaklingar, sem uppfylla hæfnis- og aldurskröfur, óháð kyni eru hvött til að sækja um starfið. Sjá ítarlega starfslýsingu á ensku.

Kynningarbréf og útfyllt ferilskrá í P11-eyðublaði á ensku, skal senda utanríkisráðuneytinu í tölvupósti á netfangið jpo@utn.is Mannfjöldasjóður SÞ tekur ákvörðun um ráðningu. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 27.09.2024

Þjónustuaðili

Utanrík­is­ráðu­neytið

Upplýsingar um starf

Starf

Ungliðastaða á sviði stefnumótunar og málsvarastarfs á skrifstofu Mannfjöldasjóðs SÞ í Úganda (e. Junior Professional Officer (JPO), UNFPA, Uganda)

Staðsetning

Erlendis

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

03.09.2024

Umsóknarfrestur

27.09.2024