Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Seðla­banki Íslands

Upplýsingar um starf

Starf

Framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

19.09.2024

Umsóknarfrestur

03.10.2024

Framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits

Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða öflugan leiðtoga í starf framkvæmdastjóra yfir háttsemiseftirliti. Framkvæmdastjóri sviðsins heyrir beint undir seðlabankastjóra í skipuriti bankans.

Svið háttsemiseftirlits (e. conduct supervision) er eitt af kjarnasviðum Seðlabanka Íslands og annað af tveimur fjármálaeftirlitssviðum bankans. Á sviði háttsemiseftirlits starfa fjórar deildir, lagalegt eftirlit, verðbréfamarkaðseftirlit, vettvangsathuganir og viðskiptaháttaeftirlit.

Sviðið tekur þátt í stefnumótun í málefnum sem heyra undir það og tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi. Sviðið annast einnig lögfræðiráðgjöf tengda fjármálaeftirliti, tekur stjórnvaldsákvarðanir og undirbýr mál fyrir fjármálaeftirlitsnefnd. Sviðið hefur eftirlit með verðbréfamarkaði, viðskiptaháttum og fjárfesta- og neytendavernd á fjármálamarkaði auk eftirlits með aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þá annast sviðið vettvangsathuganir sem framkvæmdar eru á starfsstöð eftirlitsskyldra aðila.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Stýrir og leiðir starfsemi háttsemiseftirlits

  • Mótar stefnu og framtíðarsýn sviðsins að alþjóðlegri fyrirmynd í samræmi við stefnu og markmið bankans

  • Ber ábyrgð á þróun og innleiðingu aðferðafræði við áhættumiðað eftirlit tengt verkefnum sviðsins

  • Fer með lögfræðiráðgjöf í fjármálaeftirliti

  • Undirbýr mál þ. á m. viðurlagaákvarðanir sem fara fyrir fjármálaeftirlitsnefnd

  • Ber ábyrgð á upplýsingagjöf tengdri verkefnum sviðsins til annarra starfseininga og nefnda bankans

  • Byggir upp sterka liðsheild stjórnenda og sérfræðinga á sviðinu

  • Tryggir traust samstarf við önnur svið og deildir innan bankans

  • Ber ábyrgð á samskiptum sviðsins við eftirlitsskylda og opinbera aðila

  • Tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi evrópskra eftirlitsstofnana ásamt samstarfi við fjármálaeftirlit annarra ríkja

Hæfniskröfur

  • Meistara- eða embættispróf í lögfræði

  • Sterkir leiðtogahæfileikar og stjórnunarreynsla

  • Yfirgripsmikil þekking á fjármálamarkaði

  • Góð þekking á stjórnsýslurétti og löggjöf á fjármálamarkaði

  • Hæfni til að tjá sig og miðla upplýsingum í ræðu og riti á íslensku og ensku

  • Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum og árangursríkri teymisvinnu

  • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður til að ná árangri í starfi

Frekari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veita Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is, og Íris Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs og menningar, iris.g.ragnarsdottir@sedlabanki.is

Umsóknarfrestur er til og með 3. október nk. Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. Sótt er um starfið á www.hagvangur.is. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.

Við ráðningar í störf hjá Seðlabanka Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun bankans og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Umsóknir gilda í sex mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Vakin er athygli umsækjenda á því að um ráðningarferlið gilda m.a. stjórnsýslulög nr. 37/1993, upplýsingalög nr. 140/2012 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 03.10.2024

Þjónustuaðili

Seðla­banki Íslands

Upplýsingar um starf

Starf

Framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

19.09.2024

Umsóknarfrestur

03.10.2024