Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Seðla­banki Íslands

Upplýsingar um starf

Starf

Sérfræðingur í yfirsýn fjármálainnviða

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

27.09.2024

Umsóknarfrestur

08.10.2024

Sérfræðingur í yfirsýn fjármálainnviða

SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða sérfræðing í teymi yfirsýnar á sviði fjármálastöðugleika, til að greina og fylgjast með greiðslumiðlun og fjármálainnviðum.

Eitt meginverkefna Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu, öruggu og virku fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslumiðlun í landinu og við útlönd. Svið fjármálastöðugleika fylgist með þróun fjármálakerfisins, styrk þess og skilvirkni og áhrifum efnahagslegra þátta á kerfið í heild sinni. Einnig er fylgst með greiðslumiðlun og fjármálainnviðum með það að markmiði að stuðla að öryggi, virkni og hagkvæmni. Sviðið hefur umsjón með útgáfu ritsins Fjármálastöðugleika sem gefið er út tvisvar sinnum á ári.

Við leitum nú að öflugum einstaklingi í verkefni sem snúa að rannsóknum og greiningu á greiðslumiðlun og fjármálainnviðum einkum með tilliti til kerfisáhættu.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Greining gagna í tengslum við greiðslumiðlun og verðbréfamarkaðinn

  • Umsjón með könnun um greiðsluhegðun heimilanna

  • Umsjón með útgáfu á reglubundnum greiningum í tengslum við greiðslumiðlun

  • Umsjón með álagsprófum á greiðslumiðlun

  • Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi

  • Skrif í rit bankans, sér í lagi í skýrslu um kostnaðargreiningu í smágreiðslumiðlun og í ritið Fjármálastöðugleiki

  • Tilfallandi verkefni, umsagnir og ráðgjöf á ábyrgðarsviðum fjármálastöðugleika

Hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. í viðskipta- eða hagfræði, verkfræði eða stærðfræði

  • Gott vald á og reynsla af gagnavinnslu

  • Þekking á greiðslumiðlun, fjármálainnviðum og fjártækni er kostur

  • Reynsla af notkun forrita til birtingar á gögnum, s.s. Power BI er kostur

  • Öguð og nákvæm vinnubrögð, greiningarhæfni og frumkvæði

  • Færni í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna sjálfstætt og með öðrum

  • Gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti

Frekari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veita Vigdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður yfirsýnar (vigdis.osk.helgadottir@sedlabanki.is) og Erla Traustadóttir mannauðsráðgjafi á sviði mannauðs og menningar (mannaudur@sedlabanki.is). Umsóknarfrestur er til og með 8. október nk.

Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. Sótt er um starfið á heimasíðu Seðlabanka Íslands, www.sedlabanki.is/storf. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.

Við ráðningar í störf hjá Seðlabanka Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun bankans. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Umsóknir gilda í sex mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Vakin er athygli umsækjenda á því að um ráðningarferlið gilda m.a. stjórnsýslulög nr. 37/1993, upplýsingalög nr. 140/2012 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 08.10.2024

Þjónustuaðili

Seðla­banki Íslands

Upplýsingar um starf

Starf

Sérfræðingur í yfirsýn fjármálainnviða

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

27.09.2024

Umsóknarfrestur

08.10.2024