Fara beint í efnið

Viltu einfalda líf fólks með Stafrænu Íslandi?

Stafrænt Ísland vinnur að því að koma Íslandi í fremstu röð í heiminum í stafrænni þjónustu hins opinbera. Með nýrri hugsun, stafrænni umbreytingu og snjöllum tæknilausnum spörum við fólki og fyrirtækjum tíma, aukum hagræði og höfum jákvæð umhverfisáhrif.

Við leitum að þremur drífandi sérfræðingum í teymið sem eiga auðvelt með að fá fólk með sér í lið og ná því besta fram hjá öðrum. 

Nánari upplýsingar um Stafrænt Ísland, verkefnin og teymið.

island-is-linuteikningar-VB-08-09

Rekstrar- og öryggisstjóri

Skýjahýsing, þróunarumhverfi og gæðamál

Brennur þú fyrir því að leiða uppbyggingu tækniumhverfis Stafræns Íslands?

Rekstrar- og öryggisstjóri hefur yfirumsjón með tæknilegu rekstrar- og
þróunarumhverfi Stafræns Íslands ásamt öryggis- og gæðamálum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Umsjón með rekstrar- og þróunarumhverfum Ísland.is í AWS, Azure o.fl.

 • Innleiðing á öryggisferlum og gæðaeftirliti

 • Ábyrgð á daglegum rekstri þróunarumhverfis og viðbrögðum við atvikum

 • Samskipti og samningagerð við birgja 

Nánari upplýsingar um starf rekstrar- og öryggisstjóra er að finna á Starfatorgi en umsóknarfrestur er til og með 18.janúar.


Verkefnastjóri

Stafræn umbreyting og ferli

Vilt þú leiða umbreytingarferli í stafrænni opinberri þjónustu?

Verkefnastjóri vinnur náið með stofnunum ríkisins að því að breyta verkferlum og bæta þjónustu með innleiðingu stafrænna lausna.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Verkefnastjórn stafrænna umbreytingarverkefna  

 • Greining á ferlum og tækifærum til umbóta þvert á stofnanir ríkisins

 • Breytingastjórnun og innleiðing á stafrænum lausnum

 • Ráðgjöf og samskipti við stofnanir og þróunarteymi 

Nánari upplýsingar um starf verkefnastjóra er að finna á Starfatorgi en umsóknarfrestur er til og með 18.janúar.


Vörustjóri

Gögn, vefþjónustur og tæknileg þróun

Langar þig að opna aðgengi að gögnum ríkisins í gegnum vefþjónustur?

Vörustjóri gagna leiðir vefþjónustuvæðingu ríkisins og stýrir þróun og innleiðingu á Straumnum (X-Road).  

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Stýra vöruþróun á vefþjónustum

 • Leiðir vinnu við að gera helstu grunnskrár ríkisins aðgengilegar í
  samstarfi við stofnanir

 • Þróun á innviðum og kjarnaþjónustum Ísland.is

 • Ráðgjöf til stofnana um tæknilega innviði og uppbyggingu á gagnaskipan 

Nánari upplýsingar um starf vörustjóra er að finna á Starfatorgi en umsóknarfrestur er til og með 18.janúar.


Stafrænt Ísland, er hluti af fjármála- og efnahagsráðuneytinu og er leiðandi afl í stafrænni umbreytingu á Íslandi og starfar með ráðuneytum og stofnunum að því að tryggja almenningi skýr, einföld og hraðvirk samskipti. Þjónustuaðili

Staf­rænt Ísland