Fara beint í efnið

Fjölskylda og velferð

Skráning lögheimilis barns við skilnað eða sambúðarslit

Beiðni foreldris með sameiginlega forsjá um breytt lögheimili barns

Við skilnað eða sambúðarslit foreldra þarf að nást samkomulag um hvar lögheimili barns eða barna skal skráð áður en skilnaðarleyfi er gefið út. Börn geta ekki haft lögheimili á tveimur stöðum.

Áhrif lögheimilisskráningar barns

Litið er svo á að barn hafi að jafnaði fasta búsetu hjá því foreldri þar sem það á lögheimili. Skráning lögheimilis hefur því meðal annars eftirfarandi áhrif:

  • meðlag er greitt til þess foreldris sem barnið á lögheimili hjá

  • barnabætur eru almennt greiddar til þess foreldris sem barnið á lögheimili hjá við árslok

  • foreldrið sem barn á lögheimili hjá hefur heimild til að taka afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins svo sem um val á leikskóla, grunnskóla, daggæslu, heilsugæslu og tómstundastarf

  • barnið á rétt til þjónustu frá sveitarfélaginu þar sem það á lögheimili t.d. leikskóli, grunnskóli og félagsþjónusta

Foreldrar sem fara saman með forsjá barns skulu þó ávallt leitast við að hafa samráð um málefni barnsins. 

Samþykki beggja foreldra með sameiginlega forsjá þarf til þess að barn fari til útlanda.

Samningur um lögheimili barns

Sem hluti af skilnaðarferlinu eða sambúðarslitum gera foreldrar með sér samning um forsjá, lögheimili og meðlag á fundi með lögfræðingi sýslumanns. Eðlilegt er að hafa eldri börn með í ráðum þegar slíkar ákvarðanir eru teknar. Samningur er staðfestur með undirritun. 

Náist ekki samkomulag getur sýslumaður boðið foreldrum sáttameðferð eða aðra ráðgjöf. Hægt er að útkljá skráningu lögheimilis með dómi ef foreldrar ná ekki samkomulagi. 

Foreldrar fá afrit af samningnum með sér eða sent í pósthólf sitt á Mínum síðum á Ísland.is. Staðfesting sýslumanns er send Þjóðskrá Íslands sem breytir skráðu lögheimili barnsins til samræmis.

Beiðni foreldris með sameiginlega forsjá um breytt lögheimili barns

Sýslumenn

Sýslu­menn