Fara beint í efnið

Vegabréf, ferðalög og búseta erlendis

Skráning fyrirtækja í Ferðagjöfina

Skrá fyrirtæki í Ferðagjöf

Ferðaþjónustufyrirtæki eru hvött til að taka þátt í Ferðagjöfinni og taka á móti landsmönnum á ferðalagi innanlands.

Skráning fyrirtækja í Ferðagjöfina fer fram hér á Ísland.is. Prókúruhafi fyrirtækis þarf sjálfur að skrá þátttöku þess. Innskráning er gerð með einstaklingsskilríkjum prókúruhafa. Fyrirtæki fá sjálfvirka staðfestingu á skráningu og aðgang að vefsvæði þar sem hægt er að fylgjast með hversu margir hafa nýtt Ferðagjöfina hjá viðkomandi fyrirtæki.

Fyrirtæki hafa þrjár leiðir til að taka á móti Ferðagjöf:

  • Skanna strikamerki með smáforriti

  • Slá inn númer gjafabréfs í vafra

  • Beintenging við bókunarkerfi

Athugið mikilvægt er að skanna eða slá inn strikamerkið strax við notkun því hvert strikamerki er aðeins virkt í 15 mínútur.

Algengar spurningar um þátttöku fyrirtækja í Ferðagjöf

Skrá fyrirtæki í Ferðagjöf