Fara beint í efnið

Heilbrigðismál

Skimun við landamæri

Reglur um sóttkví

Einstaklingur í sóttkví:

  • má ekki fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til, svo sem til að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Hann má þó fara í gönguferðir en þarf að halda sig í a.m.k. 2 metra fjarlægð frá öðrum vegfarendum.

  • má ekki taka á móti gestum á heimili sínu eða á þeim stað þar sem hann er í sóttkví meðan sóttkví stendur yfir.

  • má ekki nota almenningssamgöngur en honum er heimilt að nota leigubíl.

  • má ekki fara til vinnu eða skóla þar sem aðrir eru.

  • má hvorki fara á mannamót né staði þar sem margir koma saman, til dæmis í verslanir eða lyfjabúðir.

  • má ekki dvelja í sameiginlegum rýmum fjölbýlishúsa, hótela og öðrum sambærilegum rýmum, svo sem stigagöngum, þvottahúsum eða sameiginlegum görðum og útivistarsvæðum, nema á leið inn og út.Þjónustuaðili

Embætti Land­læknis