Fara beint í efnið

Heilbrigðismál

Skimun við landamæri

Prófið verður að hafa verið tekið innan við 72 klukkustundum fyrir brottför. Einungis eru tekin gild vottorð sem eru á ensku eða einhverju Norðurlandamálanna, öðru en finnsku, og uppfylla skilyrði meðfylgjandi reglugerðar. Niðurstöður rannsóknar ber að forskrá rafrænt ásamt öðrum upplýsingum fyrir brottför á leið til Íslands.

Sekt fyrir brot á reglum um framvísun vottorðs um neikvætt PCR próf eru 100.000.- krónur. Sjá sektarfyrirmæli á brotum á þessum reglum.

Nánari upplýsingar um landamæraskimun og sóttkví á covid.is

Fyrir komuna til Íslands er einstaklingum skylt að forskrá sig með því að fylla út rafrænt eyðu­blað þar sem meðal annars koma fram samskiptaupplýsingar, upplýsingar um hvar viðkomandi hefur dvalið, hvar hann hyggst dvelja í sóttkví á Íslandi og upplýs­ingar um heilsufar.

Þjónustuaðili

Embætti Land­læknis