Skimun við landamæri
Prófið verður að hafa verið tekið innan við 72 klukkustundum fyrir brottför. Einungis eru tekin gild vottorð sem eru á ensku eða einhverju Norðurlandamálanna, öðru en finnsku, og uppfylla skilyrði meðfylgjandi reglugerðar. Niðurstöður rannsóknar ber að forskrá rafrænt ásamt öðrum upplýsingum fyrir brottför á leið til Íslands.
Sekt fyrir brot á reglum um framvísun vottorðs um neikvætt PCR próf eru 100.000.- krónur. Sjá sektarfyrirmæli á brotum á þessum reglum.
Nánari upplýsingar um landamæraskimun og sóttkví á covid.is
Fyrir komuna til Íslands er einstaklingum skylt að forskrá sig með því að fylla út rafrænt eyðublað þar sem meðal annars koma fram samskiptaupplýsingar, upplýsingar um hvar viðkomandi hefur dvalið, hvar hann hyggst dvelja í sóttkví á Íslandi og upplýsingar um heilsufar.
Reglugerðir
Þjónustuaðili
Embætti Landlæknis