Fara beint í efnið

Hjón sem eru með börn undir 18 ára aldri á heimilinu þurfa að leggja fram hjá sýslumanni eða dómstól, vottorð prests eða forstöðumanns þess trúfélags/lífsskoðunarfélags  sem þau tilheyra. Á vottorðinu þarf að koma fram að hjónin hafi reynt að leita sátta um áframhald hjónabandsins án árangurs. 

Ef hjón eru utan trúfélaga eða hvort í sínu trúfélagi, þá leitar sýslumaður eða fulltrúi hans sátta. 

Ef hjón eru ekki með börn undir 18 ára aldri á heimilinu, þurfa þau ekki sáttavottorð.

Beiðni um skilnað

Þjónustuaðili

Sýslu­menn