Fara beint í efnið

Samfélag og réttindi

Seyðisfjörður, upplýsingar vegna hamfaranna í desember 2020

Starfshópur vegna hamfaranna á Seyðisfirði desember 2020

Starfshópur á vegum ríkisstjórnarinnar mun fylgja eftir málum er varða aðkomu ríkisins að hreinsun á svæðinu og öðrum aðgerðum sem styðja við að koma samfélaginu í starfhæft horf á ný.

Meginhlutverk hópsins er tvíþætt:

 1. að vera tengiliður ríkisvaldsins og stofnana þess við sveitarfélagið um mál og verkefni sem leysa þarf úr í kjölfar hamfaranna.

 2. að yfirfara kostnað sem til fellur í kjölfar skriðanna og eftir atvikum gera tillögur til ríkisstjórnar um greiðslur. Hópnum er ekki ætlað að stíga inn í hlutverk sveitarfélagsins eða þeirra viðbragðsaðila sem sinna sínum lögbundnu verkefnum á svæðinu eftir sem áður.

Í starfshópunum eru:

 • Bryndís Hlöðversdóttir formaður

 • Haukur Guðmundsson dómsmálaráðuneytinu

 • Hafsteinn Pálsson umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

 • Kristinn Hjörtur Jónasson fjármála- og efnahagsráðuneytinu

 • Hólmfríður Sveinsdóttir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu

 • Rúnar Leifsson mennta- og menningarmálaráðuneytinu. 

Með hópnum starfa:

 • Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild embættis
  ríkislögreglustjóra

 • Gauti Jóhannesson forseti sveitarstjórnar og tengiliður við sveitarfélagið Múlaþing

Auk þess starfa með hópnum starfsmenn forsætisráðuneytisins.

Náttúruhamfaratrygging Íslands

Nátt­úru­ham­fara­trygging Íslands