Fara beint í efnið

Fjölskylda og velferð

Sérstök framlög með barni til viðbótar við meðlag

Foreldri greiðir

Þegar meðlagsskylt foreldri er til staðar gildir eftirfarandi.

Þegar foreldrar eru sammála

Foreldrar geta innheimt sín á milli án aðkomu sýslumanns séu báðir aðilar sáttir. 

Einnig er hægt að útbúa samning um sérstakt framlag vegna framfærslu barns og fá hann staðfestan af sýslumanni. Foreldrið fær þá samninginn afhentan og getur innheimt framlagið sjálft eða sent samninginn til TR sem sér um innheimtuna.

Þegar ágreiningur er um greiðslur

Sé ágreiningur um greiðslur getur foreldri sótt um að sýslumaður kveði upp úrskurð um hvort foreldri sé skylt að greiða framlag.

Beiðnin er þá kynnt meðlagsskylda foreldrinu og sýslumaður úrskurðar í málinu út frá framlögðum gögnum. Viðkomandi fær úrskurð sendan í ábyrgðarpósti.

Ef beiðni er samþykkt getur foreldrið sent úrskurðinn til Tryggingastofnunar ríkisins sem sér um að milliganga greiðslur. Innheimtustofnun sveitarfélaga sér um að innheimta framlagið frá meðlagsskylda foreldrinu.

Beiðni um úrskurð um sérstakt framlag

Fylgigögn með umsókn

  • Tvö síðustu skattframtöl krefjanda. Rafrænt afrit fæst á vefsíðu skattsins, skattur.is.

  • Upplýsingar um tekjur yfirstandandi árs; staðgreiðsluskrá, launaseðlar, greiðsluseðlar eða annað.

  • Forsjárvottorð

  • Gildandi ákvörðun um meðlag með barninu/börnunum til dæmis skilnaðarleyfi, staðfestur samningur um meðlag, úrskurður, dómur eða dómssátt um meðlag. Skjalið kann þegar að liggja fyrir hjá sýslumanni.

  • Reikningar/kvittanir vegna hins útlagða kostnaðar.

  • Önnur gögn eins og við á.

Ef ferming eða skírn
  • Staðfesting á að ferming/skírn hafi farið fram.

Ef tannréttingar
  • Yfirlit Sjúkratrygginga Íslands sem sýni greiðsluþátttöku. Svar við umsókn um greiðsluþátttöku á að vera í Réttindagátt hjá www.sjukra.is, annars má senda tölvupóst á tannmal@sjukra.is og fá upplýsingar um samþykki fyrir greiðsluþátttöku.

  • Yfirlýsing tannréttingalæknis um framvindu meðferðar og hvenær teinar, spangir eða annað var sett á og fjarlægt.

Ef sjúkdómur barns
  • Læknisvottorð

Kærufrestur

Úrskurð sýslumanns má kæra til dómsmálaráðuneytis. Kærufrestur er 2 mánuðir.

Þjónustuaðili

Sýslu­menn