Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Senda lögreglunni gögn

Á þessari síðu

Ef þú hefur myndir, myndbönd eða aðrar upplýsingar sem geta hjálpað lögreglunni að leysa mál, ættir þú að koma þeim til lögreglunnar.

Almennt

Það getur auðveldað lögreglu að hafa meiri gögn að vinna með þegar reynt er að varpa ljósi á kærð eða tilkynnt mál.

Gögn geta til dæmis verið:

  • eitthvað sem er skrifað,

  • myndir og myndbönd.

Að koma gögnum til lögreglunnar

Þú getur:

  • notað örugga gagnagátt lögreglunnar,

  • sent þau í tölvupósti,

  • komið með gögnin á lögreglustöð.

Örugg vefgátt

Nokkur umdæmi lögreglunnar nota örugga gátt Signet transfer.

Það þarf rafræn skilríki til þess að senda gögn í gegnum gáttina.

Tölvupóstur

Oft er þægilegt að senda gögn til lögreglunnar með tölvupósti.

Upplýsingar sem þurfa að fylgja með þegar gögn eru send til lögreglunnar:

  • nafn og kennitala

  • samskiptaupplýsingar, eins og netfang og símanúmer

  • málanúmer

Netföng

Eftirfarandi lögregluumdæmi taka aðeins á móti gögnum í tölvupósti:

Þjónustuaðili

Lögreglan