Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Senda lögreglunni gögn

Á þessari síðu

Það getur auðveldað lögreglu að hafa meiri gögn að vinna með þegar reynt er að varpa ljósi á kærð eða tilkynnt mál.

Gögn geta til dæmis verið:

  • eitthvað sem er skrifað,

  • myndir og myndbönd.

Að koma gögnum til lögreglunnar

Þú getur:

  • notað örugga gagnagátt lögreglunnar,

  • sent þau í tölvupósti,

  • komið með gögnin á lögreglustöð.

Örugg vefgátt

Nokkur umdæmi lögreglunnar nota örugga gátt Signet transfer.

Það þarf rafræn skilríki til þess að senda gögn í gegnum gáttina.

Tölvupóstur

Eftirfarandi lögregluumdæmi taka aðeins á móti gögnum í tölvupósti:

Upplýsingar sem þurfa að koma fram:

  • Nafn sendanda og kennitala,

  • netfang og símanúmer,

  • málsnúmer ef það liggur fyrir.

Þjónustuaðili

Lögreglan