Til umsagnar
16.4.–7.5.2018
Í vinnslu
8.5.–12.12.2018
Samráði lokið
13.12.2018
Mál nr. S-46/2018
Birt: 11.4.2018
Fjöldi umsagna: 7
Annað
Mennta- og barnamálaráðuneytið
Fjölmiðlun
Óskað var eftir hugmyndum sem starfshópurinn gæti nýtt í vinnu sína. Góðar ábendingar bárust sem tekið var tillit til við gerð skýrslu og tillagna starfshópsins.
Í kjölfar #metoo yfirlýsinga íþróttakvenna hefur mennta- og menningarmálaráðherra skipað starfshóp til þess að gera tillögur um frekari aðgerðir vegna þessa. Starfshópnum er ætlað að skoða verkferla sem eru við lýði í íþróttastarfi og gera tillögur til úrbóta.
Skoðað verður hvort viðeigandi fræðsluefni sé til staðar í íþróttastarfi og hvernig brugðist er við þegar mál koma upp. Starfshópurinn hefur það hlutverk að gera tillögur um aðgerðir sem eiga að beinast að íþróttahreyfingunni sjálfri en einnig aðgerðir sem beinast að stjórnvöldum sem og sveitarfélögum.
Ábendingar óskast um aðgerðir, bætt vinnulag og jafnvel lagabreytingar sem hægt er að gera til þess að hindra kynferðislega áreitni og ofbeldishegðun sem bæði opinberir aðilar, stjórnvöld, sveitarfélög og einnig íþróttahreyfingin gætu tekið upp í sínu starfi.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Mennta- og menningarmálaráðuneyti
postur@mrn.is