Mál nr. S-237/2025
Birt: 1.12.2025
Fjöldi umsagna: 0
Áform um lagasetningu
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla
Áform eru um setningu reglugerðar um upplýsingaöflun og upplýsingaskipti milli skattyfirvalda varðandi sýndareignir sem ætlað er að taki gildi um áramótin og fyrstu skipti eigi sér stað á næsta ári.
Á vettvangi efnahags- og framfararstofnunarinnar (OECD) hefur verið unnið að sameiginlegu alþjóðlegu regluverki um upplýsingaöflun og skipti á upplýsingum hvað varðar sýndareignir (e. crypto asset framework - CARF). Í frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. (tollar, leigutekjur o.fl.), sbr. 257. mál á yfirstandandi þingi, er í 5. gr. lagt til að tekin verði upp heimild til slíkra upplýsingaöflunar og upplýsingaskipta, sem nánar verði útfærð í reglugerð. Reglugerðin verður í samræmi við erlendu fyrirmyndina sem finna má í fylgiskjali með áformum þessum (fyrirmynd reglanna má finna á bls. 17).
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa skattamála
fjr@fjr.is