Til umsagnar
24.4.–18.5.2023
Í vinnslu
19.5.2023–
Samráði lokið
Mál nr. S-84/2023
Birt: 24.4.2023
Fjöldi umsagna: 26
Stöðumat og valkostir
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Umhverfismál
Umhverfis,- orku,- og loftslagsráðuneytið kynnir stöðuskýrslu um hagnýtingu vindorku.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði síðastliðið sumar þriggja manna starfshóp sem fékk það hlutverk að skoða og gera tillögur til ráðherra um nýtingu vindorku, þ. á m. um lagaumhverfi hennar og hvernig verði tekið á ýmsum álitamálum. Starfshópurinn var skipaður þeim Hilmari Gunnlaugssyni, sem var formaður hópsins, Björtu Ólafsdóttur, fyrrv. ráðherra umhverfis- og auðlindamála og Kolbeini Óttarssyni Proppé, fyrrv. alþingismanni.
Í skýrslunni "Vindorka – valkostir og greining" er farið yfir núverandi umhverfi vindorku hérlendis og dregin saman ýmis álitaefni og settir fram valkostir um hvaða leiðir séu færar. Ekki er um eiginlegar tillögur að ræða, heldur er í skýrslunni dregin saman ýmis álitaefni og settir fram valkostir um hvaða leiðir séu færar. Að loknu víðtæku samráði um efni skýrslunnar, bæði í samráðsgátt stjórnvalda auk kynninga á fundum um landið, mun starfshópurinn á grundvelli niðurstaðna sinna og samráðs leggja fram tillögur um lagafrumvarp um málefnið.
Í skýrslunni eru rakin ýmis álitamál sem óskað er samráðs um. Á meðal helstu málefna má í dæmaskyni nefna eftirfarandi:
• Á vindorka áfram að heyra undir lög um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 (Rammaáætlun) eða standa utan þeirra ?
• Þarf að setja sérstök viðmið um staðsetningu vindorkuvera, fjölda þeirra og stærð ?
• Þarf að setja skýrari reglur og viðmið þegar kemur að áhrifum á umhverfi og náttúru, ekki síst þegar kemur að mikilvægum fuglasvæðum og farleiðum fugla, auk áhrifa á búsetu og atvinnugreinar eins og ferðaþjónustu ?
• Þarf að breyta þeim reglum sem gilda um skattlagningu orkuframleiðslu eins og vindorkunnar ?
• Þarf að setja reglur um forgangsröðun orkuöflunar í þágu loftslagsmarkmiða og loftslagsskuldbindinga ?
Óskað er eftir umsögnum og ábendingum um efni skýrslunnar.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa stefnumótunar og eftirfylgni
vindorka@urn.is