Til umsagnar
10.3.–21.4.2023
Í vinnslu
22.4.–13.7.2023
Samráði lokið
14.7.2023
Mál nr. S-66/2023
Birt: 10.3.2023
Fjöldi umsagna: 11
Drög að stefnu
Innviðaráðuneytið
Samgöngu- og fjarskiptamál
Í fyrri hluta þessarar skýrslu er fjallað um niðurstöður samráðs vegna Hvítbókar. Í seinni hlutanum er fjallað um niðurstöðu samráðs vegna mats á umhverfisáhrifum samgönguáætlunar 2024-2038.
Drög að hvítbók um samgöngur er birt til kynningar ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við lög nr. 111/2021. Frestur til að gera athugasemdir við hvítbókina og skýrsluna er til og með 21. apríl.
Drög að hvítbók um samgöngumál er birt til kynningar ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við lög nr. 111/2021. Frestur til að gera athugasemdir við skýrsluna er til og með 21. apríl.
Hvítbók um samgöngumál er hluti af stefnumótunarferli samgönguáætlunar. Samgönguáætlun er unnin á grunni laga um samgönguáætlun, nr. 33/2008. Drög að stefnumörkun hvítbókarinnar byggir m.a. á stöðumati grænbókarinnar, sem kom út í september 2021 ásamt upplýsingum af opnum samráðsfundum sem haldnir voru fyrir alla landshluta í október 2022 undir heitinu Vörðum leiðina saman.
Hvítbók er umræðuskjal sem lagt er fram í opnu samráði á netinu. Tilgangurinn er að hvetja til umræðu um stefnuna og möguleg áhrif hennar á íslenskt samfélag til skemmri eða lengri tíma.
Samhliða drögum að hvítbók er birt til kynningar umhverfismatsskýrsla. Skýrslan tekur til stærri framkvæmda sem verða í undirbúningi og skoðun á tímabilinu. Gerður er fyrirvari um að það ræðst af fjármagni og framvindu undirbúnings í hvaða framkvæmdir hægt verður að ráðast á tímabilinu.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa samgangna
irn@irn.is