Til umsagnar
14.–25.3.2019
Í vinnslu
26.3.–4.12.2019
Samráði lokið
5.12.2019
Mál nr. S-92/2019
Birt: 14.3.2019
Fjöldi umsagna: 2
Annað
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Fjölskyldumál
Um 700 ábendingar og óskir um þátttöku bárust vegna bréfsins og í lok mars voru fullskipaðir átta hópar um tiltekin málefni. Um vinnu hópanna er nánar fjallað í meðfylgjandi niðurstöðuskjali. Á haustmánuðum 2019 boðaði félags- og barnamálaráðherra til opinnar ráðstefnu þar sem helstu niðurstöður samráðsins og fyrstu drög að þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru voru kynntar. Sú vinna stendur enn yfir og er áætlað að leggja fram þrjú frumvörp á vorþingi 150. löggjafarþings og fleiri á haustþingi 151. löggjafarþings.
Stefnumótun í málefnum barna, endurskoðun á félagslegri umgjörð og þjónustu við börn á Íslandi
Á síðasta ári boðaði Ásmundur Einar Daðason, félags- og heilbrigðisráðhera, heildarendurskoðun barnaverndarlaga sem og endurskoðun á félagslegri umgjörð og stuðningi við börn á Íslandi með áherslu á snemmtæka íhlutun og samvinnu kerfa. Við vinnuna er lögð áhersla á víðtækt samstarf og samvinnu, hvort sem um ræðir breytingar á lögum, á reglugerðum eða framkvæmd þjónustu.
Vinnunni er stýrt af félagsmálaráðuneytinu og hefur félags- og barnamálaráðherra skipað þverpólitíska nefnd þingmanna til að hafa yfirumsjón með mótun stefnunnar. Þingmannanefndin starfar með fagfólki sem og notendum kerfisins víða að úr samfélaginu. Samhliða starfa opnir hliðarhópar sérfræðinga um tiltekin málefni. Þá eru fyrirhugaðir opnir fundir á síðari stigum vinnunnar og stærri ráðstefna á vormánuðum.
Aðgerðir til stuðnings börnum og fjölskyldum eru ein dýrmætasta fjárfesting sem samfélagið getur ráðist í. Vonast er til að hægt sé að sameinast um þetta mikilvæga og umfangsmikla verkefni þvert á stöðu, fagsvið og flokka.
Hér með er vakin athygli á yfirstandandi vinnu og bent á að þeir sem hafa áhuga á því að koma að vinnunni á einhverjum stigum geta sent ábendingar á netfang sem gefið er upp í meðfylgjandi skjali, komið upplýsingum á framfæri eða óskað eftir þátttöku í hliðarhópum og opnum fundum.
Meðfylgjandi er nánari lýsing á vinnu við stefnumótunina.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Félagsmálaráðuneytið
frn@frn.is