Til umsagnar
17.9.2018–18.2.2019
Í vinnslu
19.2.–18.8.2019
Samráði lokið
19.8.2019
Mál nr. S-125/2018
Birt: 10.9.2018
Fjöldi umsagna: 24
Drög að stefnu
Matvælaráðuneytið
Orkumál
Umsagnir voru kynntar á fundum með starfshópi um orkustefnu í mars og apríl 2019. Í seinni áfanga vinnu starfshóps við gerð orkustefnu verður tekið mið af innsendum hugmyndum og tillögum. www.orkustefna.is
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að langtímaorkustefna verði sett á kjörtímabilinu í samráði við alla þingflokka. Á upphafsstigum verði með opnu ferli leitað eftir hugmyndum og tillögum að innihaldi orkustefnu frá almenningi, hagsmunaaðilum og félagasamtökum. Gert er ráð fyrir að fyrsta áfanga í vinnu við gerð orkustefnu ljúki í lok árs 2018 og öðrum áfanga í byrjun árs 2020.
Miðað er við að orkustefnan verði sett til 20-30 ára og sæti endurskoðun á nokkurra ára fresti. Þættir sem horfa skal til eru meðal annars:
• Áætluð orkuþörf til langs tíma
• Hvernig tryggja megi raforkuframboð fyrir almenning og atvinnulíf
• Orkuöryggi heimila og fyrirtækja um land allt
• Sjálfbær nýting orkuauðlinda
• Áframhald orkuskipta og aukið hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í orkubúskapnum
• Nýsköpun í orkumálum
• Aukið afhendingaröryggi raforku á landsvísu
• Hvernig treysta megi flutnings- og dreifikerfi raforku
• Auknar rannsóknir, m.a. varðandi nýja orkukosti
• Útflutningur hugvits og þekkingar á sviði orkumála
• Efling samráðs vegna framkvæmda á fyrri stigum og opið aðgengi að ákvarðanatöku
• Efling samkeppni á raforkumarkaði
• Samspil orkumála við ímynd Íslands, markaðssetningu og tengsl við lykilatvinnugreinar
• Framlag orkumála til loftslagsmála og samspil við alþjóðlegar skuldbindingar um loftslagsmál
• Að hámarka samfélagslegan ávinning af nýtingu orku
• Tekjustreymi af orkuinnviðum, að arður af nýtingu orkuauðlinda renni til þjóðarinnar og tekið sé tillit til nærsamfélaga
• Fyrirkomulag gjaldtöku í tengslum við nýtingu orkuauðlinda í opinberri eigu
• Viðbrögð við náttúruvá og tenging við almannavarnir
• Hugmyndir um útflutning raforku um sæstreng
• Stuðningur stefnunnar við atvinnustefnu og samspil við lykilatvinnugreinar
• Stuðningur stefnunnar við byggðastefnu og jákvæða byggðaþróun til lengri tíma
• Möguleikar nýrrar tækni m.a. á sviði vindorku, djúpborunar og sjávarfallaorku
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa iðnaðar og nýsköpunar
postur@anr.is