Fara beint í efnið

Fjölskylda og velferð

Samningur um meðlag

Samningur um meðlag

Foreldrar geta gert samning um meðlag. Samningurinn er milli þess sem barn býr hjá og annast framfærslu barns, og foreldris sem barn býr ekki hjá.

Fjárhæð einfalds meðlags má sjá á vef Innheimtustofnunar sveitarfélaga.

Ekki má semja um lægra meðlag en sem nemur einföldu meðlagi. Upphafstími meðlags er sá dagur sem greiðslur samkvæmt samningnum eiga að hefjast.

Meðlagssamningur er aðeins gildur ef sýslumaður hafur staðfest hann. Samningur er yfirleitt lagður fram til staðfestingar hjá sýslumanni í því umdæmi sem barnið býr, en einnig hægt að leggja hann fram til staðfestingar hjá sýslumanni í umdæmi meðlagsgreiðandans.

Aðilar samnings um meðlag, geta breytt honum með nýjum samningi, sem þá yrði staðfestur af sýslumanni.

Samningur um meðlag

Þjónustuaðili

Sýslu­menn