Fara beint í efnið

Innflytjendamál

Sækja um vegabréfsáritun

Umsókn um Schengen áritun

Hvar er sótt um áritun til Íslands

Hægt er að sækja um vegabréfsáritun til Íslands í þeim sendiráðum og ræðisskrifstofum sem taldar eru upp í listanum hér að neðan. Í flestum tilfellum hafa sendiráðin og ræðisskrifstofurnar heimild til að veita áritanir án samráðs við Útlendingastofnun. Í einstaka tilvikum eru umsóknir sendar til Útlendingastofnunar til ákvörðunar.

Mörg sendiráð notfæra sér þjónustuskrifstofur við móttöku umsókna. Umsókn er þá afhent á skrifstofu þjónustuaðila en sendiráð metur umsókn og veitir áritun.

Athugið að sendiráðin og ræðisskrifstofurnar á listanum gefa aðeins út vegabréfsáritanir til stuttrar dvalar (short-stay visa / C-áritun), til dæmis fyrir ferðamenn, fjölskylduheimsóknir, opinber erindi, viðskiptaheimsóknir og námsferðir.

Þessi listi á ekki við um útgáfu D-áritana, sem gefnar eru út til einstaklinga sem Útlendingastofnun hefur veitt dvalarleyfi á Íslandi. Upplýsingar um útgáfustaði D-áritana er að finna hér.

Sendiráð og ræðisskrifstofur sem veita C-áritanir til Íslands

Umsókn um Schengen áritun

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun