Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
21. nóvember 2021
Um tvö hundruð manns fylgdust með beinu streymi frá afmælisráðstefnu Vinnueftirlitsins Vinnuvernd – ávinningur til framtíðar sem haldin var föstudaginn 19. nóvember síðastliðinn í tilefni þess að stofnunin fagnar 40 ára afmæli á árinu.
15. nóvember 2021
Cecilia Berlin, dósent við Chalmers tækniháskólann í Gautaborg, er annar af tveimur aðalfyrirlesurum á afmælisráðstefnu Vinnueftirlitsins: Vinnuvernd – ávinningur til framtíðar, sem haldin verður í streymi föstudaginn 19. nóvember næstkomandi.
1. nóvember 2021
Vinnuvélar sem ætlaðar eru til aksturs í umferð þarf nú að skrá í ökutækjaskrá. Eins þarf að setja á þær skráningarmerki.
13. október 2021
Menning vinnustaða felur í sér þau gildi, viðmið og rótgrónu hugmyndir sem snerta bæði starfsfólk og starfsemina sem þar fer fram. Það má líkja henni við þann jarðveg sem myndar skilyrði til vaxtar og uppskeru á vinnustöðum.
29. september 2021
Eflum heilsu á vinnustöðum – stuðlum að betri heilsu og aukinni vellíðan starfsfólks er yfirskrift kynningar á viðmiðum fyrir heilsueflandi vinnustað sem fer fram á Grand hóteli 7. október næstkomandi. Samhliða verður nýtt vefsvæði opnað.
10. september 2021
Í tilefni af fertugasta afmælisári Vinnueftirlitsins hefur stofnunin fengið nýja ásýnd og vefsíðu.
8. september 2021
Stoðkerfisvandi og vandamál tengd streitu eru algengasta ástæðan fyrir veikindafjarvistum í Evrópu. Evrópska vinnuverndarstofnunin hefur gefið út leiðarvísi sem ætlað er að aðstoða lítil og meðalstór fyrirtæki við að hanna vinnuumhverfi þar sem starfsfólk er heilsuhraust og skilar góðu dagsverki.
12. maí 2021
Vinnueftirlitið mun framvegis eiga í rafrænum samskiptum við vinnustaði í tengslum við eftirlitsheimsóknir.
19. mars 2021
Vinnueftirlitið telur brýnt, í ljósi eldsumbrota á Reykjanesi, að fyrirtæki og stofnanir á svæðinu hugi vel að þróun loftgæða en búast má við að eldgosi geti fylgt einhver gasmengun. Á það ekki síst við þar sem vinna fer fram utandyra. Gæta þarf sérstaklega að vindáttum þar sem áhrifa getur gætt í mikilli fjarlægð ef vindur stendur af eldstöðinni á starfsfólk.
18. mars 2021
Leiðbeiningar ætlaðar þjónustuaðilum og bílstjórum sem annast akstur með fatlað fólk hafa nú verið gefnar út.