Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
27. júní 2023
Vinnueftirlitið býður nú upp á stafræn frumnámskeið fyrir þá sem hyggjast stjórna minni vinnuvélum.
Vinnueftirlitið hefur í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun endurútgefið veggspjald um heita vinnu þar sem farið er yfir varúðarreglur við slíka vinnu.
31. maí 2023
Vinnueftirlitið hvetur atvinnurekendur og starfsfólk til að taka vel á móti ungmennum sem eru að hefja sumarstörf.
5. maí 2023
Vinnueftirlitið býður nú upp á stafræn frumnámskeið fyrir minni vinnuvélar.
27. apríl 2023
Í tilefni af alþjóðadegi vinnuverndar 28. apríl vekur Vinnueftirlitið athygli á mikilvægi þess að starfsfólk gæti að góðri líkamsbeitingu við vinnu. Gildir það um hvaða störf sem er en að þessu sinni er sjónum beint að starfsfólki sem starfar við mannvirkjagerð og hefur stofnunin gefið út þrjú ný veggspjöld því tengt. Eitt fjallar almennt um góða líkamsbeitingu við vinnu í mannvirkjagerð, annað um einhæfa álagsvinnu og þriðja um það að lyfta þungu.
23. mars 2023
Vinnueftirlitið, VIRK og embætti landlæknis bjóða upp á morgunfund um heilsueflandi vinnustaði miðvikudaginn 29. mars næstkomandi undir yfirskriftinni „Skref fyrir skref.“
17. febrúar 2023
Vinnueftirlitið vekur athygli atvinnurekenda á að eldsneyti, svo sem bensín eða díselolía, flokkast sem hættulegt efni og um meðferð hættulegra efna á vinnustöðum gilda ákveðnar reglur sem þarf að hafa í huga til að tryggja öryggi starfsfólks.
13. febrúar 2023
Íslenskur vinnumarkaður er mjög kynjaskiptur og konur eru tvöfalt líklegri en karlar til að fást við krefjandi einstaklinga í starfi, að því er fram kemur í rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Vinnueftirlitið fólu stofnuninninni að gera.
2. febrúar 2023
Vinnueftirlitið hefur hleypt af stað nýrri herferð gegn kynferðislegri áreitni á vinnustöðum undir yfirskriftinni #TökumHöndumSaman. Tilgangurinn er að hvetja vinnustaði til að grípa til aðgerða með forvörnum, fræðslu og markvissum viðbrögðum.
17. janúar 2023
Tilkynna skal rafrænt til Vinnueftirlitsins öll slys sem leiða til þess að starfsmaður verður óvinnufær í einn eða fleiri daga, umfram þann dag sem slysið varð.