Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
13. október 2023
Tryggingastofnun hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar fyrir árið 2023 sem var afhent í gær á stafrænu ráðstefnunni Við töpum öll á einsleitninni – Jafnrétti er ákvörðun.
22. september 2023
Fullt var á námskeið TR í gær Allt um ellilífeyri – þetta þarf ekki að vera flókið, en alls 70 manns mættu í Hlíðasmára 11 í gær. Námskeiðið verður endurtekið í streymi á miðvikudaginn í næstu viku þann 27. september frá kl. 16.00 – 19.00.
15. september 2023
Frá 18. september munum við opna þjónustumiðstöð TR í Hlíðasmára 11 og símaráðgjöf kl. 10.00 og hafa opið til kl. 15.00 alla virka daga.
11. september 2023
Fullbókað er á námskeið sem TR býður upp á 21. september en skráning er opin á námskeið í streymi 27. september. Á námskeiðinu verður farið yfir allt sem snýr að umsóknum um ellilífeyri, greiðslufyrirkomulag og fleiru.
25. ágúst 2023
Í hverjum mánuði fá um 70 þúsund einstaklingar greiðslur frá TR og fyrir hluta af hópnum, það er þau sem eru með lágar greiðslur, getur verið hagkvæmara að fá greitt einu sinni á ári. Þannig eru réttindi viðkomandi reiknuð út árlega á grundvelli skattframtals síðasta árs og ein greiðsla berst í kjölfarið.
27. júlí 2023
Vakin er athygli á að almennur lífeyristökualdur er 67 ára en ef einstaklingur bíður með að sækja um ellilífeyri fram yfir þann tíma þá er hægt að sækja um rétt sinn allt að tvö ár aftur í tímann. Sæki einstaklingur ekki um rétt sinn aftur í tímann þá hafa réttindi hans ekki fallið niður heldur nýtur hann varanlegrar hækkunar á réttindi sín í staðinn fyrir þann tíma sem töku ellilífeyris hefur verið frestað. Þá er einnig hægt að sækja um snemmtöku ellilífeyri frá 65 ára aldri, gegn varanlegri lækkun réttinda.
20. júlí 2023
Ísland hefur undirritað samning við Bretland um samræmingu almannatrygginga, sem mun einkum gilda um elli-, örorku, og eftirlifendalífeyri, bætur vegna meðgöngu eða fæðingar, atvinnuleysisbætur, dánarbætur, sjúkrabætur og bætur vegna vinnuslysa.
30. júní 2023
Í samræmi við lög nr. 54/2023 hækka greiðslur almannatrygginga um 2,5% frá 1. júlí 2023. Breytingin á mánaðarlegum greiðslum ræðst af tekjum þeim sem koma til samhliða greiðslum TR.
16. júní 2023
Í dag var opnað fyrir þann möguleika að sækja stafræn örorkuskírteini á Ísland.is og hefur Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ þegar sótt stafræna örorkuskírteinið í snjallsímann sinn.
14. júní 2023
Hjá TR er lögð áhersla á persónuvernd í allri starfseminni. Rafræn vöktun byggir á lögmætum hagsmunum stofnunarinnar og til að tryggja öryggi viðskiptavina og starfsfólks.